Þyrnirós

Það var svona á mörkunum á Þyrnirós eða sjálf Vertinn skyldi vakna tímanlega til að taka töflurnar. Mikið getur verið gott að sofa. Engar endalausar hjúkkur til að koma og taka blóð, lífsmörk, troða í mig morgunmatnum og gefa mér lyfin. Nú er það bara ég og við hjónakornin að láta okkur líða vel.

Auðvitað var farið í sturtu og í göngutúr en nú var arkað i mollið sem er hér í dálítilli fjarlægð og skoðað lítillega. Keyptur lax og lambakótilettur sem húsbóndinn er að matreiða núna. Þetta er víst móttóið núna að éta, hreyfa sig taka lyfin og lifa bara eðlilegu lífi dag fyrir dag. Við leifðum okkur þó að taka leigubíl heim því ég var svosem búin að labba alveg nóg og svo toppaði smá leggja daginn. Þið sjáið það að það væsir ekki um mig.

Í dag var sól í Stokkhólmi svo ég varð að bera á mig sólarvörn no. 50 því ég má alls ekki brenna því þá er hætta á hýsilhöfnun. Ekkert misjafnt má koma fyrir í kroppnum sem er óvenjulegt til að varna því. Allur matur eldaður í drep en ég má kaupa mér pizzu á veitingastað ef hún er öll alelduð í gegn. 

Jólin eru að fara að láta sjá sig hér í borginni og það er ekki frítt við það að mig langi svoldið til að fara að kaupa jólagjafirnar því ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Hef grun um að tíminn líði hratt svo vissara að vera búinn að öllu í tíma og gott að hafa eitthvað fyrir stafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband