Einfaldlega rauður

Þau tíðindi gerðust í dag að lyfjaleggurinn sem séð hefur mér fyrir lyfjum alla meðferðina var fjarlægður. Það eru ansi margir lítrarnir sem runnið hafa í gegnum hann svo hann hefur svo sannarlega þjónað sínu hlutverki. Það þurfti smá átök enda var hann vel gróinn við títtnefnda og skera þurfti hér og þar til að losa hann upp. Það var sko svei mér gott að losna við hann. Nú þarf ég ekki lengur að hringa slöngurnar inn í brjóstahaldarann og fer að líta út eins og manneskja bráðum svona útvortis allavega. Ég er hvort eð er ekki enn orðin hæf til mikilla fyrirsætustarfa svo þetta hefur ekki komið ekki að sök. Hárið er reyndar eins og á púddluhundi og hringast í allar áttir en það er nú önnur saga.

Fjórða vikan mín á Reykjalundi er að líða núna en ég fæ að vera þar í fimm vikur í allt. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að vera þar í þjálfun. Þar er allskonar fyrir kramaraumingja eins og mig og þar er ég í góðum höndum og er búin að ná ótrúlegum árangri.

Í dag hittust Perluvinir í hádeginu í Perlunni til skrafs og ráðagerða en það eru samtök sjúklinga með sama sjúkdóm og ég sem hittist reglulega yfir vetrartímann. Þar eru aðilar sem komu að heimildarmyndinni um stofnfrumuna og leyndardóma hennar sem er afar fróðleg.

Í gærkvöldi fór ég á fantafína tónleika með Simply red sem útleggst einfaldlega rauður. Það er engin lognmolla um títtnefnda núna eins og sjá má. Við pöntuðum miðana á tónleikana þegar ég var sem veikust og innst inni vonaðist ég til að geta mætt og þar varð mér að ósk minni. Þær eru margar óskirnar sem rætast.

Bestu kveðjur af áttundu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband