Dagur 33.- Dagur 23. í stofnfrumumeðferð

Vertinn var vakinn með þær frábæru fréttir að blóðbúskapurinn er allur að koma til. Hvítu blóðkornin i heildina orðin 0,9 (í eðlilegum 3,5 - 8,8) og neutrofilarnir 0,4 (í eðlilegum 1,6-7,5). Ef ég verð yfir 0,2 í neutrofilum á morgun losna ég úr einangrun á sunnudag sem er sko hreint ekki slæmt. Ég á þó eftir að finna matarlistina og það allt áður en ég fæ að fara heim. Reikna með að þurfa að vera að spítalanum þar til í lok næstu viku.

Þannig að nú má segja að títtnefnd sé upprisin í annað sinn öfugt við Krist hinn krossfesta frá Nasaret sem  reis upp aðeins einu sinni. Mér finnst því abbsalútt að ég verð tekin i dýrðlingatölu hið snarasta og ætla að senda reykmerki í Vatíkanið þess efnis strax eftir helgina og tala svo við biskupinn þegar ég kem heim. 

Jóhanna hin Þýska frá Nürnberg verður því væntanlega nýjasti dýrlingurinn í hópnum enda kominn tími til að Íslendingar eignist almennilegan dýrling því ef miðað er við höfðatölu þá eru þeir alltof fáir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu duglega kona, svo sannarlega vona allir að nú sé allt á uppleið hjá þér. Vont að geta ekki sent þér lystina mína. Gangi þér vel. Bestu kveðjur frá Skagaströnd

Sigríður Gestsdottir (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 635422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband