Dagur 36.- Dagur 26 í Stofnfrumumeðferð

Vertinn losnaði úr einangrun á laugardaginn var og mátti þá fara út á hvaða tíma dagsins sem er og hafa opinn gluggann þegar mér hentaði og allt hvað heita hefur. Þvílíkur lúxus.

Sigrún Nightingale, íslenska dásemdar hjúkkan mín, kom svo með þær fréttir í gær að læknirinn minn litli vildi útskrifa mig þá um daginn. Títtnefndri varð svo um, enda mikil dramadrottning að hún bara kastaði upp við fréttirnar og því var hætt við að útskrifa mig í einu vetfangi á mánudaginn, og ég send í magaspeglun í morgun. Hún var horbjóður svo ekki sé meira sagt. Ég held satt best að segja að ég hafi ekki verið alveg tilbúin til að útskrifast.

Maginn leit þokkalega út en tekin voru sýni til að kanna GvH sem er Hýsilhöfnun upp á íslensku en þá hafnar sá þýski einhverjum hluta af mér en hann er þegar búin að hafna hluta af húðinni. Nauðsynlegt er að fá væga hýsilhöfnun því það er ekki bara svo að þýska stálið ráðist á líffærin mín heldur ræðst hann líka á þær krabbameinsfrumur sem hugsanlega hafa dagað uppi og drepur þær í leiðinni. Þannig að þetta er allt gott mál.

Dagurinn í gær var hundlélegur, var send í hjartalínurit því ég fór að mæðast eins og mæðuveik rolla og púlsinn misskyldi alveg hlutverk sitt og fór að ganga alltof hratt. Ég rauk upp í hita allt í einu sem hvarf stuttu seinna jafn allt í einu og hann kom. Það sem skrokkurinn er skrýtinn.

Dagurinn i dag aftur á móti er frábær, engin ógleði, tók helv. pillurnar í morgun eins og að drekka vatn og sit núna niðri á gistiheimilinu í herbergi okkar og bíð eftir að Húsbóndinn klári að elda kjúklinga fyrir mig. Mig grunar nú að blessaðir sterarnir sem ég fékk í dag til að meðhöndla Hýsilhöfnunina séu að bjarga miklu en það er reyndar alveg sama hvaðan gott kemur.

Kannski er Guð bara svona góður?

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 635422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband