Dagur 32.- Dagur 22 í stofnfrumumeðferð

Dagurinn bauð bara upp á tæplega 39 stiga hita í morgun og hélt hann trúlega vöku fyrir Vertinum í nótt því ekki svaf ég dauðrotuð líkt og vanalega. Þau miklu mildi áttu sér þó stað upp úr hádeginu að heilsan varð mikið betri fyrir það helst náttla að ógleðin hvarf að mestu og fór trúlega að hrella einhvern annan sjúkling hér á sjúkrahúsinu. Skófirnar í munninum tóku að gróa og detta af og hálsinn er svei mér þá að verða betri.

Þetta segir manni ekkert annað en það að nýju hvítu blóðkornin eru farin að vinna á fullu við að byggja upp og bæta. Neutrofilarnir er dáldið brokkgengir og voru ekki merkjanlegir í blóðinu í morgun en hvítu tosast upp og blóðflögurnar eru á hraðri uppleið. Læknirinn telur jafnvel að ég þurfi að fá smá púst til að peppa neutrofilana aðeins upp um helgina en það kemur bara í ljós.

Þetta virðist ekki vera sýking sem er að orsaka þennan hita heldur bara mótmæli hins vestfirska kropps og þá losna ég hugsanlega við eitthvað af sýklalyfjunum fyrr en seinna. Því fleiri lyf sem ég losna við því betra því ég er frekar viðkvæm fyrir lyfjum.

Auðvitað fer manni að leiðast innivistin þegar maður fer að hressast en nú bíð ég eftir að húsbóndinn komi og arki með mér fram á ganginn því ég má fara út af deildinni eftir kl. sex á kvöldin á virkum dögum. Ég ynni nú ekki Reykjavíkurmaraþonið núna frekar en áður því ég er óttalegur væskill til gangs og reyndar flestra annarra verka en ég reyni eins og ég get.

Þolið kemur með tíð og tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dett inn pistlana þina annað slagið ,og mér finnst þú algjör hetja i þessu stóra verkefni sem þú ert að takast á við .Með kjarkinn ,þorið ,og húmorinn að vopni og ekki síst jákvæðina,,, Afram stelpa stattu þig . með barátu kveðjum til þín ,sendi þér vestfirska orku og allt það besta . )))

Bjarndís (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 635422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband