Ekki allt búið enn

Vertinn kom akandi í hjólastól inn á Blóðmeinadeildina í gærkvöldi eins og hver annar kramaraumingi. Ástæðan var hrikalegur verkur í spjaldhryggnum öðrum megin ( þeim megin sem mergstungan var tekinn á dögunum) og var rasskinnin öll undir og leiddi verkurinn langt niðrí fót. Það sem ég græði á þessu er auðvitað allt morfínð sem er sprautað í mig reglulega og svo auðvitað myndatakan því tveimur geislafræðingum var örugglega haldið nauðugum ( flestir hinir eru hættir )á röntgen til að mynda mig í bak og fyrir.

Ekki veit ég hvað hefur skeð en ég tel nú hæpið að um sé að ræða eitthvað brot þó beinin séu viðkvæm. Ég nefndi það við lækninn hvort það hafi bara ekki blætt inn inn á vöðva því blóðið er svo þunnt eftir allir blóðþynnandi sprauturnar sem ég fæ í belginn tvisvar á dag. Mikið hefur blætt hér og þar og er ég með mar um allan kroppinn og bólguhnúta vegna lyfjanna. Ég skarta því fallegum haustlitum um allan kropp.

Ég verð að vera læknum og hjúkrunarfólk hér innanhandar þó að allri viti á þessari deild hvað þeir eru að gera og kunna upp á hár á sjúkling eins og mig. 

Nýr leggur verður settur í á morgun eða það er á dagskránni. Þá kemst ég ekki heim þessa helgina því mér verður ekki hleypt vestur í neinu krítísku ástandi því það getur engin mannskapur fyrir vestan átt við sjúkling eins og mig, það verður bara að segjast alveg eins og er. 

Núna rétt í þessu kemur í ljós að hitinn er að hækka og það er síðra.

Við fyrstu skoðun á myndinni eru engar breytingar á beinunum og það er betra. 

Við sjáum til hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna mín, þú átt allar mínar bestu hugsanir og strauma sem ég vona að séu kraftmiklir.

Ávallt það allra besta til þín <3

Jóna Imsland (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 635345

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband