Bölvað

Það hefur reynt heldur betur á þolrifin hjá Vertinum í Víkinni undanfarið. Bölvuð ígerð tók sér bólfestu í nýja leggnum sem átti að vera fullgróinn áður en ég færi til Svíþjóðar og hef ég nú legið á sjúkrahúsi í tvær vikur og þarf ég að vera eittvað fram næstu viku. Blóðtappi gerði sig einnig heimakominn við legginn sem var auðvitað tekinn og hef ég því þurft að vera á sterkum blóðþynningarsprautum í belginn tvisvar á sólarhring og penselíni fjórum sinnum á dag til að vinna á sýkingunni. Þessi sýking getur sýkt hjartalokurnar en góðu fréttirnar eru þær að í vélyndisómuninni komust þeir að því að hjartað hafði sloppið.

Ef Landspítalinn hefði efni á því að kaupa sérstakar umbúðir utan um svona leggi hefði þetta ekki komið fyrir. Maður er auðvitað svoldið svekktur að þarna sé sparað þegar svona mikið liggur við. Sparnaðurinn fór reyndar fyrir lítið því eitthvað kostar svona sjúkrahúslega svo ekki sé minnst á þær þrautir sem maður þarf að líða þegar svona kemur uppá. Ég bauðst til að borga fyrir umbúðirnar sjálf þegar ég fæ nýja legginn svo ég verði seif en við sjáum hvað setur. Þetta gerir það að verkum að seinka þarf ferðinni til Svíþjóðar um tvær vikur. Það verður að setja í mig annan legg áður en ég fer svo það verður væntanlega gert um leið og sýkingin er að fullu farin.

Ég hef því haft í nógu að snúast undanfarið eins og þið getið ímyndað ykkur. Ég hef lokið vil allar rannsóknir sem ég þurfti að fara í vegna meðferðarinnar úti og það kom allt alveg viðunandi út svo ég stend klár að því leiti.

Þetta var auðvitað hábölvað því títtnefnd ætlaði að mála útidyrahurðina heima og eitt og annað sem nauðsynlega þurfti að klára fyrir ferðina en ég fékk bölvaða verki fyrir vestan og varð að leggjast inn á sjúkrahús þar, var síðan flutt á Borgarspítalann og þaðan upp á Landspítala þar sem ég ligg núna. Ég fæ þó leyfi nú orðið milli gjafa til að hleypa af mér hornin sem er frábært.

Ég auðvitað geri mér vonir um að komast rétt sem snöggvast heim til að ganga frá einu og öðru en væntanlega mála ég ekki útidyrahurðina í þetta skiptið þó málningin bíði og pensillinn sé tilbúin til málningarverka.

Fyrirgefið bölvið og ragnið í þessari færslu en oft er þörf en nú er bara nauðsyn.

Helv. fokking fokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert alveg ótrúlega seig Ragna - og stendur vonandi ennþá sterkari eftir !

Krossum alla fingur og tær fyrir framhaldinu hjá þér og sendum góðar  bata kveðjur ! 

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband