Drepfyndið

Nýr leggur var settur í títtnefnda í gær og gekk það líka svona ljómandi vel. Ég þurfti auðvitað að taka lækninn á eintal og sagði ég honum að hann  yrði nú að vanda sig betur í þetta sinnið, upplýsti hann um  að þetta hefði kostað mig nær þriggja vikna sjúkrahúslegu, svo skammaðist ég auðvitað örlítið yfir því að ekki væru til fullnægjandi umbúðir utan um svona leggi á landsspítalanum. Lét líka óánægju mín í ljós að hann skildi taka úr mér lyfjabrunninn því það hefði sparað mér allar þessar helv. stungur og var karlgreyið orðin ein taugahrúga áður en yfir lauk, sem eru auðvitað miklar ýkjur. Í ofanálag heimtaði ég svæfingu því ég hafði vaknað þegar leggurinn var settur í í fyrra sinnið og fannst það óþægilegt. Farið var eftir öllum mínum kröfum enda hvernig er hægt að neita kerlingu eins og mér um nokkurn skapaðan hlut.

Þegar aðgerðinni var lokið hringdi læknirinn í húsbóndann og sagði honum hvað aðgerðin hefði gengið vel og sagði honum jafnframt að ég hefði hundskammað sig og skipað honum að vanda sig. Mér þótti það mjög fyndið.

Já svona er lífið nú drepfyndið á köflum....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þaða klikkar ekkert húmorinn hjá þér Ragna mín . Gangi þér sem allra best :)

Kv. Alma Bj.

Alma Björk (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband