Full af lofti

Það kom Vertinum í Víkinni á óvart að lungnaprófið skyldi koma betur út núna en árið 2012. Blés hún eins og Skagfirðingur fullur af lofti og kom bara vel út eða bara eins og venjuleg manneskja í góðu standi. Ég hafði reyndar styst um heilan sentímetra síðan síðast og er bara 165 á hæð sem er töluverð rýrnum frá fyrri mælingum. Ég enda kannski sem dvergur einn daginn, það verður bara að hafa það, ég fæ mér þá bara hærri skó. Líkamsþyngdin hafði aðeins minnkað sem er bara gott svo miðað við hæð og þyngd, aldur og fyrri störf þá er ég bara déskoti góð.

Peter Holbrook sérfræðingur í örveru- og ónæmisfræði, munnlyflæknisfræði og tannsjúkdómafræði leit upp í títtnefnda í morgun og lagði blessun sína yfir góminn og tanngarðinn, Peter er færasti sérfræðingur á landinu í þessum efnum og mikið erum við Íslendingar heppnir að hafa hann því það geta sko ekki öll lönd státað af svona manni. Við erum um margt heppnir Íslendingar það má með sanni segja.

Slangan sem liggur úr bringunni á mér grær vel. Lyfjabrunnurinn var tekinn í leiðinni svo ég losnaði þó við hann sem er gott. Það var hægt að nota leiðsluna að hluta úr honum en önnur og sverari var sett í staðinn. Smá aumingjaverkir fyrstu dagana en svo var það búið.

Augnlæknir er svo í fyrramálið og síðan heimferð vestur annað kvöld ef gefur. Ég fæ frí til næsta miðvikudags frá rannsóknum. 

Ég pantaði farið í dag en við förum út þann 31. ágúst. Þá fá Svíar fyrst nasaþefinn af margnefnum Vert í Víkinni og hans fylgifiski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband