Mikið vatn til sjávar runnið

Það hefur svo sannarlega mikið vatn runnið til sjávar síðan ég lét heyra í mér síðast. Vertinn er nýkominn í bæinn aftur eftir nokkra dvöl í Bolungarvíkinni þar sem eitt og annað á dagana dreif.

Tímasetning fyrir stofnfrumumeðferðina er klár og fer ég til Svíþjóðar 3. september og meðferðin hefst þann 10. sept. Nú er ég hér syðra í meðferðum, fékk valcade sprautuna í belginn í gær og fór í lungnaröntgen svona bara í leiðinni til að athuga hvort lungun séu ekki á réttum stað. Í dag álpaðist ég svo í blóðrufu og í hjartalínurit og þar kom í ljós að enn er nægt blóð i æðinni fínu i hægri handleggnum og hjartað slær í góðum takti svo allt var eins og blómstrið eina. Heilar 10 steratöflur í gær og aðrar 10 í dag gera mig hýper aktíva og til að geta sofið þarf ég svefntöflur svo nú tek svefntöfluna tímalega svo ég geti vaknað á réttum tíma í fyrramálið.

Í fyrramálið kl. sjö fer ég svo í smá aðgerð í Lansanum þar sem leiðslu verður komið fyrir í æð rétt við hjartað, þaðan er hún svo leidd upp með bringubeininu og þaðan undir húð eitthvað áfram og svo verða tvær slöngur skeyttar saman og látnar hanga utan á maganum næstu mánuði. Þetta er auðvitað djöfullegt að þurfa að standa í þessu en ekkert er annað í boði. 

Tíminn fyrir vestan fór að mestu í að sitja hjá mömmu síðustu dagana hennar hérnamegin en hún kvaddi þann 23. júlí sl. Ég var svo heppin að fá að halda í höndina á henni á endasprettinum, strjúka ennið og þerra tárin og vera henni til halds og trausts á síðustu metrunum. Það var dásamlegt. Hún var þó stríðin fram á síðasta dag því hún læddist í burtu rétt á meðan ég skrapp heim í sturtu en það kom ekki að sök því Guðjón bróðir var hjá henni og hans fólk svo hún var ekki ein enda loksins alveg tilbúin að sleppa. 

Við tók jarðafaraundirbúningur og jarðaförin sem var svo dásamleg í alla staði. Þar kom húmorinn hennar mömmu bersýnilega fram i minningarorðunum og mikið var helgið enda var mamma mikill húmoristi fram á síðustu daga. Einsöngslögin voru svo falleg, sungin af Ylfu Mist og Bryndísi Elsu og Bjarni Kristinn spilaði undir á gítar. Flest ömmubörnin báru ömmu sína úr kirkjunni út í glaðasólina og þetta var eins og fallegur draumur. 

Ég er þakklát fyrir að fá að lifa þennan tíma með henni mömmu og fá að skapa svona fallega umgjörð utan um kveðjustundina. Ég hefði verið miður mín ef hún hefði kvatt meðan ég var í meðferðinni því þá hefði ég ekki getað komið. Svona er ég nú heppin...

Já svona er ég nú heppin.... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 635377

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband