Á heimleið

Vertinum tókst að kría út tveggja vikna frí frá lyfjameðferðinni því nú kallar Bolungarvíkin og brýnt er að svara því kalli hið snarasta enda ekki seinna vænna. Einarshúsið fer að fara á fullt og ekki veitir af mannskap til aðstoðar. 

Fundur var haldinn með aðstandendum vegna stofnfrumuskiptana í gær og farið var yfir hvernig þetta kemur allt til með að ganga fyrir sig. Fjölmargar rannsóknir verða gerðar á títtnefndri áður en haldið verður út og eins gott að vera hraustur þegar þær verða framkvæmdar, maður verður nefnilega að vera nokkuð hraustur til að geta verið veikur og það er ég sem betur fer.

Tryggingastofnun borgar brúsann með gleði er mér sagt enda enginn spurning um að senda mig þarna út til að reyna bjarga lífi mínu hvað sem það kostar, sagði hjúkkan. Það er svoldið skrítið, ef segja má alveg eins og er, þegar talað er svona til manns og manni tilkynnt að meðferðin geti skipt sköpum upp á líf mitt eða dauða eða hversu lengi ég geti haldið lífi yfir höfuð.

Ég hef sem betur fer getað tileinkað mér þann eiginleika þegar umræður skapast í þessa áttina að ímynda mér aðra Rögnu sem fylgir mér eftir hvert fótmál og hún er svo déskoti óheppin að bera sjúkdóminn fyrir mig. Ég get því vísað öllum óþægilegum kommentum sem til falla beint til hennar. Þetta er góð leið hugans til að hunsa allt sem er óþægilegt og ég fann svo sérstaklega fyrir þessu á þessum fundi að mér fannst ég ekki vera í aðalhlutverkinu heldur þessi hin Ragna og það er algjörlega bráðnauðsynlegt því ég hef bara nóg með að vera bara ég eins og ég er nú inn við beinið. Trúlega tæki ég þessu ekki svona létt ef þessar byrgðar væru allar á mínum herðum. Auðvitað ber fjölskyldan sínar byrgðar líka en við erum samtaka um að láta þetta hafa sem minnst áhrif á okkar líf og gefum skít í þetta sjúkdómskjaftæði. 

Hálfrar aldar afmæli bíður handan hornsins og títtnefnd verður að heiman eins og margar aðrar kjerlingar sem lifa þennan áfanga. Læknirinn gaf mér aukaskammt af sterum svo ég standi upprétt í afmælinu því ég verð alltaf frekar máttfarinn kringum helgar og lítið til stórræðanna en  svo verður ekki nú.

Ég verð því ekki heiðursgestur í Verkalýðskaffinu heima þetta árið en kem glaðbeitt heim á sunnudaginn og stoppa einhvern tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér allt í haf-ginn elsku besta Ragna mín...þú verður í bænum mínum ( þá er eg ekki að tala um Reykjanesbæ :)

Kristín Una (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband