Pís of keik ?

Vertinn mætti eins og til var ætlast lyfjagjöf á lansann í dag en það er mjög brýnt að halda sjúkdómnum niðri svo ég held áfram í lyfjagjöf eitthvað áfram. Þá var tekin úr mér blóðprufa sem send var í rannsókn og þaðan beint á DHL sem flutti þennan dýrmæta vökva til Svíþjóðar til frekari úrvinnslu. Þar eru eru hinir ýmsu vefjaflokkar kannaðir sem eru í raun DNA flokkar líkamans og byrjað að finna gjafa í alþjóðlegum gjafabönkum.

Ég hitti hjúkkuna sem sér um samskiptin við sjúkrahúsið í Svíþjóð og heldur utan um þetta ferli ásamt læknum. Ég spurði hana í gamni hvort þessi meðferð væri ekki " pís of keik" og hún horfði á mig með furðusvip og sagðist ætla að láta mig vita það strax að þessi meðferð væri EKKI auðveld og ég skildi bara búa mig undir það. Hún var greinilega ekki vön svona undanvilling spyrjandi fáránlegra spurninga um svona alvörumál.

Ég ætla þó bara að halda áfram að hafa áhyggjur af því sem engu máli skiptir og ýta þessu frá mér eins og mér einni er lagið langt út á hafsauga. 

Ég hef fengið fjölmörg bréf frá hinum og þessum sem vilja vera gjafar og fyrir það er ég gríðarlega þakklát. Í raun átti ég aldrei von á því að bara eitthvað fólk sem ég þekki varla biði þetta bara rétt sí svona til að hjálpa til við að lækna mig af þessum sjúkdómi. Vinir mínir og vandamenn eru auðvitað allir af vilja gerðir en ég fékk það uppgefið í dag að ungt fólk er best til þess fallið að vera gjafar, bæði konur og karlar.

Þeir sem vilja koma til greina sem mergfrumugjafar geta farið í blóðbankann, gefið blóð og sagt að þeir ætli að gefa til stofnfrumumeðferðar. Þá er blóðið rannsakað með sérstökum hætti og það fer beint í hinn alþjóða mergfrumubanka og er þá komið í púllínuna með öllum hinum. Ef viðkomandi passar mér nær 100% gæti verið að hann yrði fyrir valinu.

Þjóðverjar hafa gjarnan passað Íslendingum og Norðurlandabúar en nú hefst leitin út um allan heim að réttum aðila og við bíðum þess með stóískri ró að hann finnist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 635380

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband