Þannig týnist tíminn

Lyfjagjöfn gekk bara vel. Hjúkrunarfræðingurinn fór yfir helstu aukaverkanir sem munu væntanlega koma fram þegar líður á meðferðina en þeim tekur maður bara þegar að því kemur. Leiðin lá beinast í Apótekið eftir meðferðina til að kaupa sterana, ógleðilyfið, magalyfið og veirulyfið sem ég á að bera útvortis til varnar sýkingum í munni. Mundi einnig eftir að kaupa handa-og fótakrem því hætta er á þornun á höndum og fótum og því geta myndast sár sem ekki eru æskileg.

Ef hiti blossar upp liggur leiðin á bráðamóttöku þar sem ég þarf væntanlega að bíða í langri röð með hinum og þegar ég loksins kemst að verð ég að segja frá allri minni sjúkrasögu frá upphafi til enda og þá fyrst kemst ég á gömlu deildina mína 11G á Landsspítalanum. Ég á að fylgjast með punktblæðingum, marblettum því blóðflögurnar lækka í gildum, útbrotum eftir sprautuna í belginn, sem nótabene hefur stækkað til muna eftr að ég hætti að borða MOLA með kaffinu, svo hjúkkan gat valið á milli fjölda fellinga þegar hún fann sprautunálinni stað. Ég var tæld á vigtina og var mér sagt varfærnislega að því loknu að það væri svo sem allt í lagi að létta mig aðeins, en bara alls ekki núna á meðan ég stend þessu stappi með skrokkinn. Ég var því að beita mig hörku og byrja aftur að borða mola með kaffinu og hætta að gleypa í mig súkkulaðirúsínur í ómældu magni sem ég ef gert undanfarið. Það veitir mér merkilega mikla hugarró að fá mér kaffi og mola.

Það veitir mér reynda líka mikla ánægju að máta og kaupa mér fallega kjóla og það er eins og það sé róandi í þokkabót. Húsbóndinn hafði á orði um daginn er hann gekk fram hjá tískuvöruverslun í Hafnarfirði að kjólarnir í gluggunum væru allir orðnir snjáðir af því að ég væri búin að máta þá svo oft, en það er auðvitað helber lygi nema síður sé.

Rauðu og hvítu blóðkornunum getur fækkað með frekari lyfjagjöf og svo videre. Vikuleg lyfjagjöf verður á hverjum þriðjudegi fram á vor svo ég hef þá eitthvað fyrir stafni. Ekki má svo gleyma hægðartregðunni því nú fer lífið að snúast um hægðir og klósettferðir dag hvern. Það er nefnilega mjög mikilvægt kúkað sé í réttum hlutföllum á hverjum degi.  

Það kom í ljós að mergurinn er 20% sýktur af þessum plasmafrumum sem er nokkuð mikið, en trúlega hefur sjúkdómurinn farið að grassera fyrst í mergnum áður en hann fór í blóðið. Það verður að hreinsa þetta allt í burtu áður en haldið er til granna okkar í Svíþjóð. 

Ekki klikkaði Vertinn þó á göngutúrnum í dag því fjórir kílómetrar lágu í valnum að venju með viðkomu í bókasafninu. Yrsa er í algjöru uppáhaldi og títtnefnd hefur mikið dálæti á henni um þessar mundir. Ég er þó með Arnald upp í hjá mér núna og virðist honum bara líka það vel, ég klára að lesa hann ef ég verð andvaka af sterunum í nótt.

Dagurinn í dag var sumsé mjög góður, engar aukaverkanir og mér leið mjög vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi þér líða sem allra best.

Óska þér þess, að engvar aukaverkanir hafi áhrif á þig

og þína heilsu.

Mundu bara, að bjartsýni og von, er eitt það besta

sem í okkur býr.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 3.2.2015 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 635357

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband