Snælduvitlaus ?

Þá er það orðið ljóst að krabbameinið er komið í merginn en Guðmundur bar þær fréttir með sér í síðasta símtali. Það var auðvitað við því að búast en maður þarf aðeins að sætta sig við hverjar nýjar fréttar af þessum óæskilega vágesti. Bæði eru þessar stökkbreyttu plasmafrumur á víð og dreif í mergnum en einnig í klösum hér og þar. Krabbameinsmeðferð hefst á þriðjudagsmorgun sem telur þrjár sprautur auk annarskonar lyfjameðferðar vikulega í þrjár vikur og svo eitthvað frí inn á milli. Þetta verður endurtekið þrisvar ef ég hef skilið lækninn rétt. Títtnefnd fær stera til að hífa sig upp með lyfjameðferðinni svo búast má við að ég verði snælduvitlaus rétt á meðan. Ég mun einnig fara í beinaskanna til að tékka hvort þetta sé komið víðar en einhverjir verkir í hægri síðunni og niður i fót eru farnir að dúkka upp og getur það verið vegna sjúkdómsins en geta líka verið einhver fyrirsláttur og aumingjaskapur. 

Ekki lætur Vertinn í Víkinni svona smotterýis uppákomu koma í veg fyrir að sækja menningarlífið í höfuðborginni og víðar. Farið var á tóneika sinfó í Hörpu til að hlusta á einn fremst bassaleikara þjóðarinnar, fyrsta bassa sinfóníunnar og æskuvin húsbóndans, Hávarð Tryggvason flytja einleik fyrir bassa á Myrkum músíkdögum. Til mikillar furðu þá var þetta bara mjög skemmtilegt áheyrnar, ég þurfti þó að hafa eitthvað point í gangi og ímynda mér að þetta væri undirleikur í æsispennandi kvikmynd og þá gat ég lifað mig algjörlega inn í tónlistina. Svo var við hæfi að títtnefnd væri boðin ásamt fleiri fyrirmennum í VIP salinn í Hörpu í partý og var það sannarlega ekki leiðinlegt.

Stefnan var tekin á Hvammstanga til sonarins og tengdadótturinnar en þar búa þau og gæta gullmola Vertsins, yngri ömmustráksins. Honum var þó komið í gæslu í gærkvöldi því öll hersingin, ásamt dætrum mínum tveim, brugðu sér á þorrablót í Víðihlið og skemmti títtnefnd sér alveg konunglega enda stórskemmtileg samkunda. Títtnefnd þekkir orðið nokkuð til á þessum slóðum, er æði oft þar með annan fótinn ýmist í Dæli eða nú á Hvammstanga og kannast við mann og annan sem fá útreið í skemmtiatriðum. Öll fjölskyldan dansaði á ballinu á eftir í hring og dillaði sér í takti við tónana frá hljómsveitinni sem hélt uppi stuðinu.

Nú sit ég í góðu yfirlæti á Hvammstanga með glæsilegt útsýnið út á Miðfjörðinn. Sá reyndar furðulegt grænt ljós svífa af himnum og niður rétt í þessu, vonandi eru geimverur ekki að setjast hér að til að tefja heimferðina mín á morgun því ég verð að rúlla í Hafnarfjörðinn um hádegisbilið. Húsbóndinn heldur í söluferð norður og því skiljast leiðir um hríð.

Hinn geimsteinninn minn, eldri ömmustrákurinn bíður mín fyrir sunnan og dæturnar ætla með mér í lyfjagjöfina og í læknaviðtalið á þriðjudaginn.

Frekari fréttir eftir það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Ragna mín við fórum á "jólahlaðborð í Einarshúsi fyrir jólin og þar var frábær þjónusta.  Batni þér sem allra fyrst elskuleg og gangi þér allt í haginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2015 kl. 23:06

2 identicon

Gaman að lesa pistlana þína og gangi þér vel í bataferlinu.

Kveðja Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2015 kl. 21:40

3 identicon

Þið látið ekki deigan síga í upplyftingunni ;)

Gangi þér súper vel í þessu öllu Ragna mín

Knús

Jóna Imsland (IP-tala skráð) 3.2.2015 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 635378

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband