Vágesturinn horfinn

Það voru góðar fréttirnar sem biðu mín í læknaviðtalinu í dag. Meðferðin hefur virkað svo vel að vágesturinn eða sjúkdómurinn, er horfinn með öllu eftir tvær lyfjameðferðir. Það eru gríðarlega góðar fréttir og gleðilegt hvað þessi meðferð virkar vel á mig, það er nefnilega ekki sjálfgefið. Vágesturinn liggur auðvitað í láginni og bíður þess að fá frið til að grassera á nýjan leik en honum verður sko ekki skotaskuldin úr því enda er hann slettireka í skrokknum mínum og ég vill hann burt fyrir full og fast. Guðmundur læknir gaf mér með gleði frí frá lyfjagjöf fram yfir páskana en þá hefjum við leikinn að nýju því við ætlum ekki að eiga á hættu að þetta fari að hreiðra um sig á nýjan leik því ég verð að vera alveg hrein af þessu þegar ég fer til frænda okkar í Svíþjóð.

Búið er að undirbúa Svíanna og skilst mér að mikill viðbúnaður sé í landinu vegna komu minnar og rætt hefur verið um að færa þjóðhátíðardag Svíþjóðar til þess dag sem ég birtist þarna úti. Það er auðvitað kjaftæði en ég veit að vel verður tekið á móti okkur og frétt hef ég það frá fyrstu hendi að ég verið pökkuð inn í bómull allan tímann og þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru en að takast á við meðferðina og komast heil frá henni. 

Það var líka sannkallaður systkina dagur í dag og loksins gerðum við eitthvað skemmtilegt saman eða þannig en við fórum öll í blóðprufu, Guðjón bróðir á Ísafirði og Auður systir og ég hér syðra. Það mun taka tæpar tvær vikur að finna út hvort þau séu heppilegir gjafar og þau standa bæði klár þegar kallið kemur. Ef þau passa hvorug vandast málið aðeins. Blóðprufur úr mér verða þá sendar til Svíþjóðar og þeir finna heppilegan gjafa og getur hann þurft að koma hvaðan sem er úr heiminum og það gæti tekið tíma að undirbúa hann því hann verður að koma á Karólínska sjúkrahúsið og vera hjá mér þegar ég fæ stofnfrumurnar. Þess vegna vona ég nú að ég geti fengið úr mínu fólki, það er aðeins áhættuminna en ég tek auðvitað öllum merg sem smellpassar fagnandi og bíð þess með stóískri ró að réttur aðili finnist. 

Talandi um áhættu þá hefur aðeins einn dáið í slíkum mergfrumuskiptum sl. 15 ár svo ég get alveg verið pollróleg enda áhættan af því að deyja í þessu ansi lítil virðist vera. Ég ætla amk. að velja mér eitthvað annað og meira krassandi í ellinni til að andast úr. Ætli gamla fólkið deyi ekki bara úr hungri og vosbúð þegar ég verð gömul, mér sýnist það nú ef miðað er við það hvernig farið er með gamla fólkið núna ef marka má frétt af konu einni sem er gert að lifa af rúmum 50þúsund krónum á mánuði sem hún fær í vasapening. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að fara svona með fólk.

Það væsir þó ekki um hana mömmu á skýlinu heima, þar er sko vel hugsað um gamla fólkið. Mig hlakkar til að koma vestur um páskana og smella á hana kossi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ !

Mikið rosalega gleður það mig mikið að lesa þetta :) :) :) :) :)

Hef mikið hugsað til þín og ykkar síðustu tvo mánuði eða svo og pælt í því hvernig gengi. 

Var alltaf á leiðinni að hringja og fá fréttir en......

Þetta er dásamlegt :)

Gangi þér alveg súper vel í framhaldinu :

Kær kveðja,

Jóna

Jóna Imsland (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband