Svo bregðast krosstré

Nú kom Vertinn títtnefndri svo sannarlega á óvart. Aldrei í lífinu ætlað ég mér að hætta að nota mola með kaffinu en það hef ég gert frá því ég var 11 ára gömul er ég byrjaði að drekka kaffi með pabba. Ég var svo staðráðinn í því eftir að ég hætti að reykja og drekka að hætta ALDREI að hætta að hafa mola með kaffinu en nú virðist það vígi fallið. Hef ekki bragðað mola í heila viku enda búið að hamra á manni í allskyns óhollustukjaftæði að hvítur sykur sé baneitraður og jafnvel farið að kalla mann ömmu dópista í fjölmiðlum. Nú er semsagt þetta frá og þá á ég bara eftir að hætta að anda.

Annars þá gengur lífið sinn vangagang, daglegar gönguferðir meðfram sjávarsíðunni eru nauðsynlegur partur af tilverunni. Einnig munstraði títtnefnd sig inn í bókasafnið á staðnum og les nú eins og enginn sé morgundagurinn. Guðmundur læknir hringdi ekkert í vikunni sem leið enda var ekki við því að búast. Hann er gleyminn karlinn og hefur mikið að gera í vinnunni blessaður svo ég reyni bara að ná í skottið á honum í næstu viku.

Sú breyting hefur átt sér stað næsta sumar að títtnefnd verður ekki sú umtalaða "Vert í Víkinni" heldur hálfgerður kramaraumingi í meðferð í Svíþjóð ásamt eiginmanninum. Í þokkabót verður dóttirin, lögfræðineminn í vinnu við sitt hæfi hér á höfuðborgarsvæðinu en til stóð að hún tæki við rekstrinum í sumar. Breyta þarf því aðeins um takt í rekstrinum í Einarshúsi. Það vill nú til að ég á góða að sem vonandi hjálpa til en einnig verður væntanlega urmull af útlendingum við störf. Amerískur kokkur mun koma til starfa í maí og það verður allt mjög spennandi og skemmtilegt. Verið er að vinna í ráðningum en það vantar í tvær fullar stöður. Því er ekki úr vegi að skella hérna auglýsingu:

Vinnukonu vantar í Einarshús. Hún þarf að hafa þá kosti til að bera flesta, vera geðgóð, iðjusöm, dugleg, barngóð, sparsöm, svefnlétt, ómatvönd, viljug, fljót á fæti, neyslugrönn, hljóðlát, dýravinur, þagmælsk, óforvitin og megi grípa til hennar hvenær sem vera skal, til hvers sem er, bæði á nóttu sem degi. tongue-out

Hafið samband með rafrænum hætti, hringið eða gefið reykmerki eftir því sem við á. 

Í fjarlægð fylgist Vertinn með orðaskiptum um launahækkanir bæjarfulltrúanna heima sem minnst var lítillega á í síðasta bloggi mínu. Menn eiga að sýna meiri auðmýkt þó einhver minnst á að þeir hækki kaupið við sjálfa sig um þetta mikið. Ekki bregðast við með reiði og hálfgerðri fyrirlitningu eða lítilsvirðingu. Bæjarfulltrúar eru í vinnu hjá fólkinu í bænum og eiga að geta réttlætt allar hækkanir fyrir vinnuveitendum sínum án blygðunar ef rétt er að staðið. 

Ég þekki nokkuð starf bæjarfulltrúa því ég var einn slíkur í átta ár. Á því tímabili lækkuðu launin í takt við aðstæður í þjóðfélaginu og það var vel gert. Þeir sömu aðilar og nú standa í orðahríð við íbúa um launahækkanir voru þá líka við stjórnvölinn. Nú eru aðrar aðstæður og tími einhverra launahækkana fyrir þessi störf runnin upp. Vonandi eykst bara krafturinn að sama skapi til góðra verka og uppbyggingar í sveitarfélaginu. Ég er þó ekki mjög bjartsýn á að það gerist.  

"Andúð þó þér einatt mæti, auðmýkt sýndu og lítillæti, upp þig sjálfan hef ei hátt".

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband