Gagnrýni

Það voru fleiri Bolvíkingar á kaffihúsinu í Firðinum í Hafnarfirði í morgun er Vertinn leit þar inn í kaffi en eru venjulega á kaffihúsum í Bolungarvík. Það er auðvitað ekkert skrýtið því þeir búa mikið fleiri hér á suðvesturhorninu en fyrir vestan nú orðið. Margir af þeim brottfluttu sjá myndir af byggðinni fyrir vestan í hillingum og muna einungis eftir sumri og sól, grænum hlíðum og hvað allt var nú dásamlegt í denn. Fullt af fólki hér og þar og allsstaðar og allt í blóma og engu má breyta. Sumir segjast meira að segja eiga hjartað sitt fyrir vestan þó þeir geti ekki hugsað sér að búa þar, eins skrýtið og það hljómar. Næga virðast þeir hafa skoðun á staðnum í fjarlægð og fólkinu þar ef marka má færslur á feisbók um þessar mundir.

 

 

Það er því ekki nema von að einstaka sunnanfara hafi þótt myndin um "Bolungarvík á 20 mínútum" kannski ekki lýsandi fyrir staðinn eins og hann er í minningunni. Þar sást snjór í fjöllum og grámi skýja þakti fjallahringinn er myndavélin birti myndir af örnefnum og öldurnar hlupu upp sandinn líkt og frá því að byggð varð til í Bolungarvík.

Elsta verstöð inndjúpsins var á sínum stað í fjörunni en hún er eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Það hefði kannski aðeins mátt hafa senuna styttri þar sem stórvinur minn Pétur Magg var að reyra upp um sig buxurnar í Ósvörinni en það var samt flott atriði og lýsandi fyrir tíðarandann þá. 

Samspil veruleika og teikninga Ómars Smára var mjög töff og kom vel út, teikningar hans um þróun byggðar voru einnig framúrskarandi og hefur vakið eftirtekt enda í fyrsta skipt sem slíkt hefur verið gert. 

Þeim mönnum sem mestan svip settu á Bolungarvík á árum uppbyggingar í Bolungarvík, þeim Pétri Oddssyni og Einari Guðfinnssyni var gerð góð skil, kannski tók það full mikinn tíma í myndinni, en engu að síður var ekki hægt að segja sögu Bolungarvíkur án þess að minnast á þessa heiðursmenn því Víkinni var bókstaflega stjórnað úr Einarshúsi af þessum mönnum fyrripart síðustu aldar. Sumir vilja breyta því en við getum ekki breytt sögunni til að þóknast einhverjum sem vilja hafa hana öðruvísi.

Ég saknaði reyndar verslunarsögu í Bjarnabúð en þar er enn rekin verslun í einu sögufrægu húsi í Bolungarvík, ein elsta skranbúð landsins.

Heimamenn voru í aðalhlutverki og gerðu það vel að mínu mati. Það á að nýta heimamenn til að segja sögu þeirrar byggðar sem þeir búa í. Trúlega hefur einhverjum sætabrauðsdrengnum þótt það hinsegin að hafa ekki fengið að leika aðalhlutverkið en hann er vanur gagnrýni að eigin sögn úr heimi listarinnar í höfuðborginni og ætti því ekki að fyrtast þó ég segi svo.

Tónlistin var ljómandi og hæfði vel þeim anda sem myndin var sköpuð til að vera í. Handritið ljómandi gott, ekki fullkomið en gott engu að síður enda þótti myndin það góð að verma dagskrá RÚV á besta tíma og yfir því ættum við að gleðjast.

Ég ætla amk. að óska öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þessa mynd til hamingju með árangurinn. Myndin mun verða í spilum í Einarshúsi í sumar þegar túristinn kemur, bíð spennt eftir að fá hana á ensku og þýsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband