Svona líður tíminn

Vertinn er búin að komast að því að tíminn líður jafnhratt hér í Hafnarfirðinum og í Víkinni ef ekki hraðar. Það er auðvitað gott því þá leiðist títtnefndri ekkert að ráði enda hefur hún í nógu að snúast ef hún nennir því. Það er einstaklega jólalegt hér á Jófríðarstaðarveginum því trén sem hér eru yfir og alltumkring eru nú þakin hvítri snjóaslæðu og hér er lognið logn sem er staðnað en ekki ávallt á fleygiferð eins og stundum fyrir vestan í norðangarranum. 

Ég er alveg búin að aðlagast þeirri staðreynd að þurfa að fara út til að fá nýjan merg svo ég geti tórað eitthvað áfram og hugsa ekkert um þetta lengur, nema þá kannski með oggulítilli tilhlökkun. Þetta er auðvitað áhætta en hvað er ekki áhætta í lífinu? Ekki það við öll erum þess fullviss að þetta gangi að óskum enda á ég ekki von á því að almættið sé tilbúið til að taka við títtnefndri núna því ég á margt ógert hérna megin næstu áratugina og trúlega er nóg af tryppum eins og mér í sölum himna. Sumarlandið og blómabrekkurnar verða því að bíða um sinn. Hér er hvort eð er nóg af blómum og alltaf skín sólin í Hafnarfirði svo ég er góð.

Auðvitað gerist það ósjálfrátt að yfir fólk kemur mikill vorkunnarsvipur þegar það hittir títtnefnda og aðra fjölskyldumeðlimi og það er vinna að sannfæra aðra um að þetta fari allt vel. Sumir skilja kannski ekki alveg hvernig við getum verið svona kærulaus yfir þessu en það er samt mjög auðvelt skal ég segja ykkur því lífið er bara svo skemmtilegt og enginn tími til að velta sér upp úr sorg og sút.

Jólahlaðborð er í kvöld, ferð til Noregs á morgun, Karitas á næstu helgi með stelpunum mínum, Elsu, Lilju og Þórunni og karlarnar ætla að skemmta sér í bjórskólanum. Leikhúsferð og bjórskólinn var jólagjöfin til okkar hjónanna frá krökkunum og þeirra fylgifiskum í fyrra og tímabært að fara að nýta sér það áður en það verður of seint.

Jólin verða svo heima í Víkinni en þá kemur öll fjölskyldan saman. Þá verður látið renna í heita pottinn og notið samverunnar til fulls. Þá lítur títtnefnd eftir mömmu gömlu á skýlinu og kíkir örugglega í Einarshúsið og fær sér eitthvað góðgæti hjá vertunum þar, því maður verður víst að styrkja sína heimabyggð er það ekki?

Það var mikið lán fyrir okkur og þau líka auk allra bæjarbúa að Einarshúsið skyldi vera opið í vetur því það er mikils virði fyrir bæjarfélag að það skuli vera svona staður fyrir fólkið. Það að koma saman og gleðjast á þorpskránni léttir lundina og einn mætur læknir sagði eitt sinn að það væri sannarlega tenging á milli þess að ef pöppinn væri fullur að glöðu brosandi fólki um helgar væru færri sem þyrftu að fara til læknis í miðri viku. Ég er alveg viss um að þetta sé rétt. Ég tek því heilshugar undir orð Einars Kristinn Guðfinnssonar þar sem hann segir að ríkið eigi að styðja slíka staði og sendi honum með gleði reikningsnúmer Einarshúss svo hægt verði að leggja inn styrkinn. Þó hann dyggði bara rétt fyrir þeim ósköpum sem orkubúið hirðir til sín mánaðarlega yrði ég ánægð. 

Sko nú er ég byrjuð að nöldra um rafmagnsreikningana.....þá er best að hætta.

Heilsur í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband