Lán í óláni

Alveg er það makalaust hvað lífið getur komið manni endalaust á óvart. Viðtalið hjá Guðmundi lækni fór alveg á skjön við fyrirætlanir Vertsins í Víkinni og ákvarðanir. Sjúkdómurinn er greinilega farinn að færa sig upp á skaftið og sækir í sig veðrið eins óvelkominn og hann er nú og illa séður. Læknirinn telur enga ástæðu til að púkka frekar upp á hann og hyggst senda títtnefna í mergfrumuskipti til Svíþjóðar í byrjun næsta árs til að drepa þennan vágest í eitt skiptið fyrir öll.

Þetta var svona svoldið stór biti alltíeinu en Vertinn hafði það nú bak við eyrað að eiga það eftir síðar á lífsleiðinni en ekki akkúrat núna. Það er auðvitað eina vitið að fara meðan heilsan er jafngóð og raun ber vitni, því lítið hrjáir mig um þessar mundir nema þá helst leti og aumingjaskapur svona almennt. Ég er ung og spræk og hraust og ætti að komast klakklaust í gegnum slíka meðferð. Það þarf auðvitað að finna réttan merggjafa og gæti hann leynst í systkinum mínum eða bara í mergfrumubanka út í hinum stóra heimi. 

Þetta á auðvitað ekkert að vera neitt mál og ég tækla þetta eins og að drekka vatn,þetta er bara bölvað vesen að vera að standa í þessu núna þegar ég ætlaði að hafa það svo gott hérna fyrir sunnan í vetur en trúlega var það lán í óláni að ég skyldi einmitt vera hér að svæðinu fyrst þetta þurfti endilega að skjóta upp kollinum á ný.

Ég má auðvitað vera þakklát fyrir það að fá tækifæri til að komast í svona meðferð og verða jafnvel alheilbrigð í þokkabót. Vertinn er með erindreka að heiman þarna úti í slíkri meðferð akkúrat núna sem gengur svona líka rosalega vel. Anton heilbrigðisfulltrúi fór líka í háskammtameðferðina rétt á undan mér svo ég virðist þurfa að lepja allt eftir honum og gera alveg eins og hann. Ég tel það næsta víst að ég myndi hrökkva uppaf um leið og hann ef hann tæki upp á því...í hárri elli. 

Við ættum eiginlega að fá allar þessar meðferðir á tilboði, tvær fyrir eina, það myndi spara þjóðarbúinu stóra peninga því mergfrumuskipti í Svíþjóð kosta aðeins 30 milljónir króna takk fyrir pent á mann. Það eru miklir peningar en samt svo angarlitlir þegar heilt mannslíf er að veði.

Við amk. missum ekkert þvag yfir þessu, tökum þessu bara með stóískri ró og gefum bara skít í rest.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Ragna mín. Kærar kveðjur frá mér og innilegar batakveðjur: Bönvað vesen er þetta hjá þér mín kæra, eg vona bara af alhug að þú komist í gegn um þetta og verðir spræk eins og eðli þitt er:: Gaman væri að kíkja til þín ef eg vissi heimilisfangið þitt þar sem eg rúnta nær daglega í  gegn um Hafnarfjörðinn..

Kristín Una Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 635347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband