Skemmri skírn

Vertinn gætti þess vandlega að setja krossmark á enni sitt og brjóst með vígðu vatni úr Vígðulaug sem er við Laugarvatn er títtnefnd var söluferð með húnsbóndanum um svæðið. Almáttugi guð faðir var beðinn í þessari skemmri skírn að gæta títtnefndrar í meðferðinni sem fyrirhuguð er og sjá til þess að allt fari vel, það er alltaf betra að leggja inn gott orð svona til vonar og vara. Var okkur hjónum boðið í hádegisverðarhlaðborð á fontana sem er veitingastaður niður við vatnið og það var sérdeilis frábært, þar fengum við nýbakað rúgbrauð upp úr hvernum sem er í fjörunni ásamt öðru góðgæti. Strokkur var sóttur heim í þessar sömu ferð og gaus hann að sjálfsögðu fyrir Vertinn sem stóð agndofa hjá og dásamaði landið og miðin og allt það sem farsældar frón hefur upp á að bjóða. 

Tilhugsunin um meðferðina þar ytra hangir yfir hausnum á Vertinum og er það síðasta sem hugsað er um fyrir svefninn og það fyrsta sem kemur upp í hugann í býtið. Það er svona rétt á meðan maður venst því að þetta sé í vændum. Svo fer maður að hugsa aftur um það sem skiptir engu máli þegar frá líður. Lífið heldur bara áfram og um að gera að njóta þess besta sem það hefur uppá að bjóða, sem er ekki lítið skal ég segja ykkur. 

Vertinn sefur líkt og Þyrnirós forðum, þó ekki í heila öld, en allar nætur þó og fram á morgun og stundum er klukkan ansi nálæt hádegi þegar prímadonnan rankar við sér. Þá er hafragrautur og göngutúr. Búin að finna allar helstu tískuvörubúðirnar í Firðinum og þangað er farið reglulega til að koma við efni og annað sem fylgir. Maður má ekki klikka á kúlinu. Þær fregnir bárust alla leið frá Svíþjóð að betra væri að hafa aðeins varasjóð utan á kroppnum fyrir meðferðina svo nú finnst mér ístran sóma sér ágætlega framan á títtnefndri svona rétt um miðbikið. Mittið er reyndar að hverfa smátt og smátt en who gives a fuck.

Lífið er sumsé ljúft og gott og ekki undan neinu að kvarta nema þá helst kommentakerfum landans og elífri hatursumfjöllun um fólk í fjölmiðlum. Þetta er sorglegt að þjóðin skuli haga sér svona og henni veitti ekki af áfallahjálp til að ná tökum á þessu þjóarmeini sem þetta virðist vera orðið.

Verið því góð hvert við annað og ekkert stress, verið hress og bless....í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband