Breiðstræti

Nú er Vertinn farinn að geta gengið um götur nýja  heimabæjarins án þess að týna sjálfri sér. Hér eru afskaplega mörg og falleg hús sem gerð hafa verið upp líkt og Einarshús og eru verulegt augnayndi. Hér í Firðinum mjókka menn göturnar hægri vinstri til að fá umferðina niður og þá er ekki leiðinlegt að geta staldrað við á þessum tilbúnum vegþrengingum og dáðst að húsunum í bænum, sum þeirra standa meira að segja út í götuna og er gatnagerðinni lagað að þeirra staðsetningu.

Í Víkinni aftur á móti ríkir annað viðhorf. Þar þarf að rífa gömlu húsin niður til að búa til breiðstræti líkt og á Manhattan en nú stendur eitt gamalt hús þar við aðalgötuna sem er þyrnir í augum margra. Gekk svo langt að aðili út í bæ sá sig knúinn sl. sumar til að fá menn sér til aðstoðar við að rífa það að hluta í skjóli nætur, og nú stendur það eitt og yfirgefið og bíður þess að fjúka í næsta norðaáhlaupi.

Ekki veit ég hvaða bílaumferð þetta breiðstræti á þjóna en væntanlega gera menn sér vonir um að umferðin aukist til muna með árunum svo akreinarnar geti kvíslast í allar áttir. Geta þá þessir fjórir bílar sem keyra götuna að jafnaði verið á sitthverri akreininni. 

Ég held að þeir sem vilja breiðstrætið hefðu gott af því að búa í Hafnarfirði um hríð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 635364

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband