Aðventa

Kveikt var á aðventukertinu hér eins og heima. Vertinn hefur venjulega verið mikið fyrir skreytingar fyrir jólin og haft einstaklega gaman af jólaskrauti ýmiskonar. Títtnefnd hefur sankað að sér jólaskrauti gegnum áratugina og hamstrað á janúarútsölum og síðan fyllt allt af jóladóti fyrir næstu jól. Nú bíður það allt með stóískri ró eftir næstu jólum.

Búið er að minnka sterana úr 80 mg. niður í 15 mg. á dag og það munar sko um það, letin algjörlega að drepa mig. Fer í mesta lagi úr einum stólnum í annan og kannski upp í rúm í millitíðinni með viðkomu á klósettinu ef þannig ber undir. 

Elsa fór heim í gær eftir góða heimsókn og það varð hálfgert tómarúm á eftir því það er afskaplega gott að fá félagsskap af sínu fólki eftir svona einangrun. Lilja kemur svo á miðvikudaginn og Andri og fjölskylda vonandi í framhaldinu svo verður Elsa hjá okkur jól og áramót. Það verður því góður desember.

Heklunálin er minn besti vinur þennan dyntinn og hér er heklað eins og enginn sé morgundagurinn. Það er sko eins gott að ég hafi eitthvað fyrir stafni því annars myndi ég gera húsbóndann alveg vitlausan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband