Yfirvaraskegg

Læknaviðtal og blóðprufudagur í dag á Karólínska. Það tók tímann sinn því í fyrradag spratt út kýli á hálsinum á mér sem læknirinn var eitt spurningamerki yfir. Því var títtnefnd send í sneiðmyndatöku til að reyna að finna út úr þessu og ef ekkert kemur ljós í henni þarf ég trúlega að fara til að láta taka sýni úr þessu afskræmi. Það var svosem auðvitað að ég tæki upp á einhverri svona vitleysu. Mæðin er svoldið að drepa mig svo mér var skellti í lungnamyndatöku í leiðinni. Það er sko ekkert nema vesen á mér þennan dyntinn.

Það sem er þó verst í þessu öllu er að mér er farið að vaxa yfirvaraskegg. Þá er það bara alltíeinu eðlilegt að ég sé sköllótt með yfirvaraskegg, þvílíkt og annað eins hefur varla á mér dunið síðan sautjánhundruð og súrkál. Öllum í kringum mig er auðvitað skemmt yfir þessu öllu saman og hlæja sig máttlausa af þessu uppátæki mínu.  

Ég spyr nú bara hvað verður það næst.

Ég verð kannski komin með pung þegar ég vakna í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndisleg elsku Ragna...sendi þér baráttukveðjur..þú safnar þá bara og tekur þátt í MOTTUMARS..en ef ekkert er verra en skegg þá er alltaf hægt að fara í leyser...elska þessa pisla þína BARÁTTUKONA..<3

Kristín Una Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 23:13

2 identicon

Heil og sæl elsku besta.

Ég var upplýstur um að þú værir í ,,meðferð&#147; í Svíþjóð, krabbameinsmeðferð og var jafnframt bent á að þú skrifaðir á heimasíðu sem ég fór inn á og skoðaði. Þú ert hreint út sagt ótrúleg kona, hvernig þú skrifar þig frá veikindunum, er hreint út sagt ógtrúlegt eftir að hafa lesið síðuna.

Ég hef löngum sagt að ég eigi eftir að lifa samferðafólk mitt allt, því að sagt er að þessir leiðinlegustu lifi lengst og það á örugglega við mig.

Mína allra bestu kveðjur og fjölskyldu minnar, til ykkar hjóna með áframhaldandi góðan bata. Þú ert bara GRAND.

Sá sem öllu ræður er örugglega með þér og ykkur, öðruvísi gengi þetta ekki upp.

M.Ól.Hansson

Patreksfirði 

Magnús Ólafs Hansson (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 10:45

3 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Gaman að heyra frá þér elsku Maggi minn og takk fyrir góðar kveðjur.

Ég skal hundur heita ef þú lifir mig, svo leiðinlegur ertu nú ekki :)

bestu kveðjur til þín og þinna og sjáumst hress

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 3.12.2015 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband