Pallíettur

Títtnefnd ók ekki nema rúmar 400 kílómetra til að komast á jólahlaðborðið fyrir vestan um helgina og geri aðrir betur. Þar dansaði ég fram á rauða nóttina í pallíettukjólnum en slíka gersemi hef ég ekki borið langa lengi. Kjóllinn var auðvitað semi stuttur svona í meira lagi í tilefni dagsins svo það kom ekki í veg fyrir að spóaleggirnir mínir gætu notið sín þokkalega. Matarlistin var ekkert upp á marga fiska frekar en vanalega um þessar mundir en ég gat borðað nokkra forrétti og svona sirka 25 vínber í aðalrétt.

Það var ekki að sjá á ballinu að eitthvað væri að hrjá mig svona dags daglega dags og skemmti ég mér konunglega. Það var eins og að vera mætt á stórt fjölskylduboð því vel flestir urðu að kyssa og kjassa títtnefnda alveg í bak og fyrir og svei mér þá ef mönnum þætti ekki bara nokkuð ljúft að sjá mig svona hressa og káta. Það er þetta með að vera frá litlu þorpi fyrir vestan þar sem allir þekkja alla.

Halla Signý gætti mín eins og sjáaldurs auga síns allan tímann en haldið var til hjá þeim hjónum, henni og Sigga Gumma um helgina í afskaplega góðu yfirlæti. Ég hitti marga af mínum bestu vinum og það var sko dásamlegt. Ylfa Mist er ennþá að metast við mig hvor okkar sé feitari þó að ég sé nánast að falla saman úr hor. Gunna Ásgeirs var bún að skreyta allt fyrir jólin og Stefanía í Bjarnabúð gat selt okkur eitt og annað svo fátt eitt sé nefnt.

Jólaskrautið og annað smálegt kom með okkur suður svo jólin eru að setjast að hérna á áttundu hægt og bítandi.

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband