Grand

IMG_2401Ótrúlegur dugnaður hefur einkennt líf og starf Vertsins undanfarna daga. Spilavistin fór vel fram á föstudagskvöldið og spilað var á fimm borðum sem er ágætt. Því fleiri sem mæta og spila því skemmtilegri er spilamennskan. Á meðan spilafíklar spiluðu rassinn úr buxunum sat Vertinn í næsta herbergi og sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða vegna " Sögu frumkvöðla í Bolungarvík" sem unnið er í samvinnu við Kómedíuleikhúsið og Elvar Loga. Hugmyndin er að gera einleik upp úr sögum þeirra merkismanna sem í húsinu bjuggu og bjóða upp á einleik í Einarshúsi næsta sumar. Það er full vinna að sækja um styrki hingað og þangað og engin trygging þess efnist að það beri árangur. Styrkumsóknin mín liggur því með öllum hinum og nú krossa ég bara fingur og bíð í eftirvæntingu eftir ákvörðun ráðsins en ég er ekkert sérstaklega bjartsýn. Ég hef sótt um styrki víðar vegna þessa verkefnis en einungis fengið svar fá einum aðila og það var jákvætt og mér í hag svo allt getur gerst í þessum efnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég krossa líka fingur

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 635425

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband