Jóhanna

 

Jóhanna.

Komdu og skoðaðu í kistuna mína.

 

Hér er á ferðinni fósturlandsfreyja

sem ætíð er glettin um brúnir og brá.

Frá hennar lífshlaupi ætlum að segja

og fregnir af henni þið munuð nú fá.

Því Jóhanna svip setur á þessa Vík

við sannlega erum af konunni rík.

Tralla...

 

Þau gerðust undrin sem nú skal frá segja

því stórmerki skeðu víst ekki í ár.

Hún varð ekki amma sú magnþrungna meyja

þrátt fyrir hefðir og frjósemis spár.

Því konan hér átta hún á barnabörn

sem fæddust í árvissri taktfastri törn.

Tralla....

 

Oft hugurinn leitar til ókunnra stranda

með Óla hún ferðast um framandi lönd

um stórborgarstræti hún kýs víst að randa

þá oft henni halda þar hreint engin bönd

Hún þráir að geta til eilífðarnóns

hlustað án afláts á Jagger í Stones.

Tralla......

 

Í Amsterdam réð hún sér vart fyrir kæti

í sakleysi gekk inn um grunsamleg hlið.

Hún leiðina lagði inn vafasöm stræti

en Óli þá fótum hann spornaði við.

Því beint inn á gleðihús lá hennar leið

en úti stóð bóndinn og  bljúgur þar beið.

Tralla...........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 635425

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband