Ekki hætt enn

....að bauna inn nefndarkvennavísum enda engin hemja að birta ekki allar vísurnar um allar konurnar.  

Sísí:

Það er draumur að vera með dáta.

Á Sólvöllum situr í sumarsins blæ

þá Skálvík brosir við ólgandi sæ.

Og Sísí þar unir sér daglanga stund

og hleypur um dali og grösuga grund

Á öflugum traktor hún móana slær

þá hlær hún og slær sér á lær.

Þar er draumur að vera með Dóra,

og dásemdin er slík.

Þar eru þau ekkert að slóra, út í Skálavík.

Þar kvöldsólin glóir um fjöll

og glitrandi gyllir upp völl.

Þar dreyma má draumana stóra,

í bland við hlátrasköll.

 

Til Danmerkur hugði í húsbílaferð,

því bílinn hún átti af flottustu gerð.

Með Ástu og Hibba og tengdó í taum

og óþarfaáhyggjum gaf hún ei gaum.

En bíllinn hann bilaði á miðri leið

og Sísí hún varð frekar leið.

Málið leysti af mikilli snilli

og hélt í þennan túr

þau sváfu öll bara á milli, svo enginn varð neitt súr.

Ef finna hún þurfti sinn fýr

þó þóttu góð ráð vera dýr.

Oft þá varð hún að sína þar stilli

og úti var ævintýr.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband