Borg óttans

Þegar húmar að og rökkrið læðist yfir höfuðborgina, leggst dökkur skuggi yfir stræti og torg í gervi hettuklæddra manna með loftbyssur og hnífa. Þögnin er rofin með háværum köllum og ógnandi tilburðum og skelfing grípur um sig. Vertinum í Víkinni bregður í brún er fréttir berast að hópurinn sem tilheyrir henni og á að vera umvafinn öryggi og í skjóli fyrir allri vá, er þátttakandi í atburðum gærkvöldsins í borg óttans. Þórunn tengdadóttir mín og tvíburasystir hennar stóðu vaktina á pizzastað þegar ósköpin dundu yfir og skuggalegir menn þröngvuðu sér inn á veitingastaðinn með afar óhreint mjöl í pokahorninu. Allt fór þó vel og stelpurnar sluppu með skrekkinn en þeim stóð ekki á sama um stund sem eðlilegt er.

Svona er nú Ísland í dag


mbl.is Pítsustaðarræningjar ófundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband