Um hana systur mína

Ég bið að heilsaGeri ég orð kollega minna á Langa Manga á Ísafirði bak Bolungarvík að mínum og segi að fleiri hefðu komist á Jónasardagskrá í kvöld í Einarshúsi en vildu. Menningarvitar bæjarins hafa trúlega allir farið snemma í háttinn eða ekki treyst sér út úr húsi í kvöld. Þessi indæla kvöldstund var frábær og einstaklega ljúft var að hlusta á ljóð Jónasar Hallgrímssonar í flutningi Elvars Loga og Þrastar og þeir sem mættu voru yfir sig ánægðir. Ég á eftir að fá Elvar Loga aftur með jólasveinana sína og Þröstur mun koma eftir áramótin og halda tónleika því hann heillaðist af húsinu eins og allir aðrir og ég bíð spennt eftir að fá þá aftur í heimsókn. Læt fylgja að gamni ljóðið um hana systur mína eftir Jónas Hallgrímsson

 

 

Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti eg falleg gull.
Nú er ég búinn að brjóta og týna.

 

Einatt hefur hún sagt mér sögu.
Svo er hún ekki heldur nízk:
hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.

 

Hún er glöð á góðum degi,
glóbjart liðast hár um kinn,
og hleypur, þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta hefur hann ort um mig blessaður karlinn

Kveðja Auður systir.

Auður (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 635422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband