Afskaplega gott

Nýrunum mínum blæðir enn en það mun lagast á nokkrum dögum. Búið er að finna út lyf á rannsóknaratofunni í töfluformi sem virka á Cmv vírusinn svo eg þarf ekki að fá þessi rótsterku lyf í æð við því lengur sem er afskaplega gott. Þetta eru svosem lyf sem ég hef fengið áður en einhverra hluta vegna virkuðu þau ekki þá á vírusinn en virka núna ef passað er upp á að gefa þau í réttum hlutföllum. Ég fæ vökva í æð í átta tíma á dag til að hreinsa nýrun og svo drekk ég vökva eins og gömul bytta því til viðbótar.

Epstein Barr vírusinn er aftur á móti algjörlega að deyja drottni sínum, komin úr 230,000 niður í 800. Venjulega er byrjað að meðhöndla hann í 10,000 en hann náði sér svo á strik hjá mér að hálfa væri hellingur. Þess vegna urðu allir svo hræddir en það var ástæðulaus hræðsla sem betur fer.

Vonir standa til að ég losni af spítalanum fyrir jólin enda tek ég ekki annað í mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband