Hlé á lyfjagjöf í bili

Klukkan sjö kom lúcíukór lækna og hjúkrunarfólks inn í herbergið mitt og söng en í dag er dagur heilagrar Lúciu. Mér fannst þetta nú svona fullsnemmt fyrir minn smekk að koma stormandi inn en það var gaman að þessu. Ég tók nokkrar myndir sem allar misheppnuðust og svo voru þau rokin í næsta herbergi og brustu þar áfram í söng.

þetta pissustand er alveg komið út í Hróa, enda getur enginn pissað à kortersfresti til langs tíma. Blóð er komið í þvagið og vöðva rýrnun farin að gera vart við sig í vöðvum, sem gera það að verkum að ég stend varla undir sjálfri mér. Þetta eru aukaverkanir lyfsins sem ég fæ við Cmv vírusnum svo nú hætti ég að taka það í bili amk. Þetta mun allt koma til baka og lagast.

Læknarnir munu finna út hvað best er að gera á morgun og hver veit nema ég klári að vinna á þessum vírus sjálf sem væri auðvitað langbest fyrir ónæmiskerfið mitt. Eitillinn er horfinn úr hálsinum og allt eins og blómstrað eina.

Þetta er nú það nýjasta í morgunsárið.

Eigið gleðilegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband