9.12.2015 | 11:03
Ekkert bítur á vestfirska stálið
Það má með sanni segja að fátt sê það sem komi Vertinum fyrir kattarnef. Allt það sem óttast var að upp gæti komið í síðustu viku ætlar ekki að rætast miðað við hvernig meðferðin hefur gengið hingað til. Bàðir vírusarnir eru í rénun og eitilinn í hálsinum einnig og það er eiginlega kraftaverki líkast.
Því ber að þakka þennan stálhrausta líkama sem ég fékk í vöggugjöf frá foreldrum mínum og forfeðrum sem ekkert bítur á, ég fæ ekki einu sinni hitavott þó dælt sé í mig allskonar eitri lungann úr deginum. Fjölskyldunni minni sem stendur þétt við bakið á mér og vinum mínum auk þess að geta komið auga á ljósið við enda ganganna hvað sem á dynur hjálpar mikið. Svo er það auðvita húmorinn sem er ómissandi í svona aðstæðum. Ekki má svo gleyma öllum kraftinum og fyrirbænunum sem ég fékk frá ykkur kæru lesendur, ég þurfti allan kraft sem ég gat hugsanlega fengið og hann fékk ég svo sannarlega og það hjálpar, það er ég viss um.
Nú brosa læknar og hjúkrunarfólk hringinn, og hver veit nema ég komi heim á tilsettum tíma og haldi áfram lyfjagjöf heima, ef ég þarf á henni að halda. Maður hrópar ekki húrra fyrr en allt er búið en það er amk ekkert sem bendir til annars en að þetta fari eins vel og hugsast getur.
það sem mun skipta sköpum í að drepa þetta niður endanlega eru varnarfrumur sem fundust í mínu gamla ónæmiskerfi sem munu fara að ráðast á báða þessa vírusa af hörku innan skamms. Gjafinn hafði ekki þessar varnarfrumur en það kemur ekki að sök fyrst þær fundust í mér. Nú er verið að reisa mitt ónæmiskerfi við og gefa þessum varnarfrumum púst svo þær geti unnið á þessu. Þetta er í rauninni alveg magnað hvað hægt er að gera og er í raun óskiljanlegt á köflum.
Það varð eiginlega hálfgert spennufall þegar upp komst að ég myndi nú trúlega koma heil heim úr þessari meðferð því það var hvorki inn í myndinni að fá annað krabbamein eða koma steindauð heim þess vegna voru fréttir síðustu viku svo sárar. Ég þurfti líka tíma til að jafna mig á góðu fréttunum og ég varð eiginlega eins og sprungin blaðra, svo þreytt var ég eftir öll þessi átök.
Fréttir dagsins í dag eru gleðilegar og hamingjan er algjör.
Húrra fyrir lífinu.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.