Váfréttin

Aldrei er nú gaman að vera boðberi slæmra frétta en gærdagurinn bar með sér eina slíka. Einkirningsóttin eða Epstein Barr vírusinn hefur farið í eitil í hálsinum og tekið sér bólfestu í plasmafrumum og myndað illkynja æxli eða krabbamein. Það voru svakalega þungar og erfiðar fréttir. Bæði ég og gjafinn höfum þennan vírus í okkur og hann hefur ákveðið að blossa svona upp en við munum í sameiningu reyna að vinna bug á honum ásamt því frábæra læknaliðinu sem hér er.

Góðu fréttirnar eru þær að það er bara bundið við þennan eina eitil og ég er þegar byrjuð í lyfjagjöf sem vonandi hefur góð áhrif. þá eru til fleiri úrræði sem gripið verður til í framhaldinu sem gefið hafa góða raun og enginn ástæða til að ætla annað en að þetta fari vel.

Ég er örugglega á besta stað í heiminum til að takast á við þetta og get ekki annað en verið þakklát fyrir það. Ég er hress og nokkuð spræk og það er sigur dagsins í dag sagði Gustav læknir og gott merki um bata.

Ég fékk svosem annan vírus sem ég er meðhöndluð við líka og getur þetta tekið einhverjar vikur að ná þessu niður svo heimferð gæti seinkað eitthvað en það kemur í ljós.

Húsbóndinn og Lilja fluttu aftur á sjúkrahótelið og eru því i nálægð sem skiptir gríðarlegu máli fyrir mig.

þá á ég bara eftir að fá E-bólu, fuglaflensu, svarta dauða, berkla og upplifa móðuharðindin, en það gengur varla af mér dauðri enda seigt í kellu.

Ég stendst þessa raun enda ekkert annað í boði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar ekkert uppá húmorinn hjá þér hann er alveg á sínum stað :)  Gangi þér vel í þessari báráttu Ragna mín. 

Alma Björk (IP-tala skráð) 7.12.2015 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband