Með barni?

Títtnefnd er algjörlega að springa um sig miðja. Maginn blæs bara endalaust út og ef fram fer sem horfir kem ég sem loftbelgur heim. Ég reikna með því að þetta séu steratöflurnar sem ég tek við CvH eða Hýsilhöfnuninni í maganum því ég hef verið pínulítið veil í maganum undanfarna viku.

Ég hef þó töluverðar áhyggjur af því að sá þýski hafa barnað mig í leiðinni og ég fékk stofnfrumurnar og þá eru nú góð ráð dýr. Það hefur svosem ekkert komið í ljós í blóðprufum sem rennir stoðum undir þennan grun minn en trúlega þarf óléttupróf til að finna út úr þessu fyrir fullt of fast. Ég tel þetta auðvitað afar hæpið enda trúlega komin úr barneign ef ekki af sjálfsdáðum þá vegna krabbameinsmeðferðarinnar. 

Verður maður ekki að reyna að finna sér upp áhyggjur af einhverju ef maður hefur ekki áhyggjur af neinu?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband