Á hestbaki

Er sólin baðaði fjöll og dali á laugardag fórum við mæðgurnar í útreiðatúr. Það er fátt skemmtilegra en að fara fetið á Blesa í blíðskaparveðri og láta vindinn leika létt um kinnarnar. Það stirndi á fjöllin í kring og Snæfjallaströndin leit til mín töfrandi og geislandi bros færðist um jökulfirðina er þér sáu Vertinn ríða út. Umhverfið var hreinlega brjálæðislega fallegt og ég var þess fullviss að enginn staður í veröldinni kæmist í hálfkvisti við þennan. Ég var hugfangin af þessu öllu saman.

HestakonurReyndar datt títtnefndur Vert af baki í fyrsta sinn og endaði ofan í snjóskafli með afturendann. Mér er sagt að atvikið hafi verið bráðskondið og skemmtilegt en atburðarrásin var með þeim hætti að hundur birtist snögglega í göngutúr með eigendum sínum og Blesa blessuðum brá lítillega. Hann tók tvö ákveðin skref afturábak og breytti um stefnu nokkuð snögglega. Ég sá fyrir mér að þessi aldna skepna myndi hlaupa með mig til fjalla og taka stökkið upp í mót, yfir urð og grjót og ég yrði ekki til frásagnar meira. Þar sem þessi sallarólegi hestur brá upp úr þurru á það ráð að beita fyrir sig þessari snöggu hreyfingu algjörlega óforvendis og án allra utanaðkomandi aðvörunar, sá ég sæng mína útbreidda og ákvað af snarræði að henda mér af baki til að forðast frekari slys á lífi mínum og limum. Ég lenti mjúklega í snjóskaflinum og fann fljótlega að ég var að mestu ósködduð en lá þó hjálparvana um stund og beið eftir vorkunn þeirra sem voru hjá. Blesi beið bljúgur eftir að ég risi upp og bauð mér sæti á ný á mjúkum hnakknum. Hlátrasköll bergmáluðu milli fjallanna er áhorfendur skelltu upp úr eftir þessar svaðilfarir mínar og gerðu gys að aðförunum. Enginn slys urðu þó á fólki sem betur fer og allir sluppu heilir á húfi. Lilja, Þórunn og Bryndís fóru í útreiðatúr í gær og komu við í Einarshúsi. Blesi brosti til Vertsins enda góður vinskapur okkar á milli og atvikið löngu gleymt og grafið.


Grand

IMG_2401Ótrúlegur dugnaður hefur einkennt líf og starf Vertsins undanfarna daga. Spilavistin fór vel fram á föstudagskvöldið og spilað var á fimm borðum sem er ágætt. Því fleiri sem mæta og spila því skemmtilegri er spilamennskan. Á meðan spilafíklar spiluðu rassinn úr buxunum sat Vertinn í næsta herbergi og sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða vegna " Sögu frumkvöðla í Bolungarvík" sem unnið er í samvinnu við Kómedíuleikhúsið og Elvar Loga. Hugmyndin er að gera einleik upp úr sögum þeirra merkismanna sem í húsinu bjuggu og bjóða upp á einleik í Einarshúsi næsta sumar. Það er full vinna að sækja um styrki hingað og þangað og engin trygging þess efnist að það beri árangur. Styrkumsóknin mín liggur því með öllum hinum og nú krossa ég bara fingur og bíð í eftirvæntingu eftir ákvörðun ráðsins en ég er ekkert sérstaklega bjartsýn. Ég hef sótt um styrki víðar vegna þessa verkefnis en einungis fengið svar fá einum aðila og það var jákvætt og mér í hag svo allt getur gerst í þessum efnum.

 


Bloggfærslur 17. mars 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband