11.3.2008 | 22:45
Einu sinni var

Dægurmál | Breytt 12.3.2008 kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2008 | 20:17
Jóhanna
Jóhanna.
Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Hér er á ferðinni fósturlandsfreyja
sem ætíð er glettin um brúnir og brá.
Frá hennar lífshlaupi ætlum að segja
og fregnir af henni þið munuð nú fá.
Því Jóhanna svip setur á þessa Vík
við sannlega erum af konunni rík.
Tralla...
Þau gerðust undrin sem nú skal frá segja
því stórmerki skeðu víst ekki í ár.
Hún varð ekki amma sú magnþrungna meyja
þrátt fyrir hefðir og frjósemis spár.
Því konan hér átta hún á barnabörn
sem fæddust í árvissri taktfastri törn.
Tralla....
Oft hugurinn leitar til ókunnra stranda
með Óla hún ferðast um framandi lönd
um stórborgarstræti hún kýs víst að randa
þá oft henni halda þar hreint engin bönd
Hún þráir að geta til eilífðarnóns
hlustað án afláts á Jagger í Stones.
Tralla......
Í Amsterdam réð hún sér vart fyrir kæti
í sakleysi gekk inn um grunsamleg hlið.
Hún leiðina lagði inn vafasöm stræti
en Óli þá fótum hann spornaði við.
Því beint inn á gleðihús lá hennar leið
en úti stóð bóndinn og bljúgur þar beið.
Tralla...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 10:39
Ekki hætt enn
....að bauna inn nefndarkvennavísum enda engin hemja að birta ekki allar vísurnar um allar konurnar.
Sísí:
Það er draumur að vera með dáta.
Á Sólvöllum situr í sumarsins blæ
þá Skálvík brosir við ólgandi sæ.
Og Sísí þar unir sér daglanga stund
og hleypur um dali og grösuga grund
Á öflugum traktor hún móana slær
þá hlær hún og slær sér á lær.
Þar er draumur að vera með Dóra,
og dásemdin er slík.
Þar eru þau ekkert að slóra, út í Skálavík.
Þar kvöldsólin glóir um fjöll
og glitrandi gyllir upp völl.
Þar dreyma má draumana stóra,
í bland við hlátrasköll.
Til Danmerkur hugði í húsbílaferð,
því bílinn hún átti af flottustu gerð.
Með Ástu og Hibba og tengdó í taum
og óþarfaáhyggjum gaf hún ei gaum.
En bíllinn hann bilaði á miðri leið
og Sísí hún varð frekar leið.
Málið leysti af mikilli snilli
og hélt í þennan túr
þau sváfu öll bara á milli, svo enginn varð neitt súr.
Ef finna hún þurfti sinn fýr
þó þóttu góð ráð vera dýr.
Oft þá varð hún að sína þar stilli
og úti var ævintýr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. mars 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm