14.10.2015 | 17:58
Dagur 16 . -Dagur 6. í stofnfrumugjöf
Það munaði ekki um heilsufarið í dag, það kom bara allt og ég þóttist fær í flestan sjó. Gat gert allskonar æfingar fyrir aumingja og farið út að ganga um kvöldið og það er sko ekkert smá.
Ég var svo þreytt um kvöldmatarleitið að ég steinsofnaði og var í hinu bölvaða basli með að vakna til að taka svefntöfluna svo ég gæti sofið.
ZZZzzzzzz
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2015 | 20:30
Dagur 15. - Dagur 5. í stofnfrumugjöf
Það hefði mátt halda að allir alheims englar hefðu guðað á gluggann minn í nótt og sent mér strauma því ég vaknaði upp eins og allt önnur manneskja. Ógleðin á undanhaldi og hressileikinn dagaði uppi hjá mér nánast í allan dag. Svona góðir dagar fá mig til að gleyma öllum verri.
Það er nú svosem ekki eins og vel sé hugsað til manns, fólk út útum allt sem hugsar fallega til mín á hverjum degi og sendir góðar óskir. Svo er nú bara heilt læknalið að handan sem læknar leynt og ljóst og ekki er nú verra að vita af þeim hópi lækna í bland við þá hér á jörðu niðri sem gera sko allt sitt besta til að mér líði sem best. Allt þetta skiptir miklu máli.
Ég fór út í göngutúr seinnipartinn því ég má bara fara út fyrr en eftir kl 18. á virkum dögum vegna þess að þá er færra fólk á ferli. Mér fannst ég bara geti gengið þónokkuð svona miðað við mig og allt. Svo narta ég í mat og allthvað heita hefur, kótelettur í raspi með grænum baunum og rauðkláli er nú reyndar ekki í boði hérna en það má slafra einu og öðru í sig.
Sem sagt góður dagur í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2015 | 18:39
Dagur 14. - Dagur 4. í stofnfrumugjöf
Ógleðin að hrella mig í dag alveg fram á kvöldið, setja átti upp sonduna i dag en það bara gekk ekki. Ég fékk stera um miðjan daginn en það fór ekki að virka fyrr enn seinnipartinn. Þá byrjaði ég auðvitað að reyna að eta eins og ég lifandi gat, ligg núna uppí og borða flögur eins og enginn sé morgundagurinn, já að eta, það er það sem þeir geta en að VINNA það er eitthvað minna, eins og einhverstaðar stendur skrifað.
Ég hafði það bara náðugt i dag og lá að mestu uppí og er núna með næringu í æð og narta í kartöfluflögurnar við og við því hér á að passa sig á að grenna mig ekki um gramm.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2015 | 18:28
Dagur 13. - Dagur 3. í stofnfrumugjöf
Vertinn drattaðist út í göngutúr í dag og akraði nokkur hundruð metra með húsbóndanum, það var nú allt of sumt. Ekki það að það er víst óþarfi að gera lítið úr því litla semð maður gerir hérna. Það er auvitað ekkert að mér nema leti eða svo finnst mér amk. svona stundum og þetta óttalegur væskilsháttur.
Enginn hita svo heitið getur gerði sig heimakominn sem betur fer en ég er enn á pensilínu.
Í svona veseni geta örsmáu litlu hlutirnir, sem maður gerir hugsunarlaust svona dags daglega dags, farið að verða heila málið, fara á klóið, i sturtu og hreyfa sig er bara meira en að segja það þegar svona dáleyðisdrulla slær mann út af laginu.
Þá er eins gott að taka bara einn dag í einu og dagarnir enn sem komið er hafa verið fleiri góðir en sæmir svo það er góðs viti
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 18:21
Dagur 12. - Dagur 2. í stofnfrumugjöf
Dagurinn í dag byrjaði í likingu við gærdaginn, ógleðin að drepa mig og ekkert dugði til að stemma stigu við henni framan af degi. Á endandum voru mér gefnir sterar sem slógu á hana að miklu leiti og ég gat risið upp úr rúminu og mér líður bærilega núna.
Hitinn rikur alltaf upp öðru hvoru, ekkert hefur fundist út hvers vegna er trúlega eru mínar eigin bakteríur að spila einleik i skrokknum því ónæmiskerfi er ekki til staðar. Þeir ná að slá höndum sínum yfir það læknarnir og kom því fyrir kattarnef.
Farin að geta dreypað á bláberjasúpu og nælt mér í eina og eina kartöfluflögu með sem gleður hjúkkurnar hérna óumræðinlega mikið.
Sitt hér semsagt nokkuð sátt með bláberjasúpu og bekkenið á kantinum.
Hvað er hægt að hugsa sér lífið betra.....NOT.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 18:05
Dagur 11. - Dagur 1. í stofnfrumugjöf
Algjörlega afleitur dagur og títtnefnd gjörsamlega upp á aðra kominn. Hiti, niðurgangur, ógleði og bara allt sem nöfnum tjáir að nefna lagðist á þennan kramaraumingja sem ég er.
Fékk bæði næringu í æð og vökva i æð svo ég myndir ekki verslast upp.
Þvílíkt og annað eins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 17:52
Dagur 10. - Dagur 0 í stofnfrumugjöf.
Þarna fékk ég lífgjöfina í mig og allt gekk vel fram að því að Vertinn fékk hita þegar líða tók á kvöldið eða 39,2 til að byrja með og svo hækkaði hann í 39,9. Þá var títtnefndri skellt á hitalækkandi lyf i æð. Þetta er alvanalegt að svona gerist í svona stórri meðferð.
Ég kem til með að fara úr mínum gamla blóðflokk Ohr í Bhr með tímanum og hafa alfarið þetta nýja og ferska blóð þjóðverjans míns í æðum mér áður en yfir líkur. Blóðið var tekið í Nürnberg og því er ég því NÝJA Ragna NÜRNBERG ÞÝSK-ÆTTAÐUR ÍSLENSKUR RÍKISBORGARI MEÐ EKTA STÁLBLÓÐ Í ÆÐUM
SIEG HEIL !
Úff svakalega getur það reynt á að skrifa svona hátt...
Ég segi því bara eins og Geir Haarde sagði mínútu fyrir hrun þegar hann var nýkominn heim með næstsætustu stelpunni af ballinu, Guð blessi Ísland,
já Guð blessi Ísland þegar ég kem heim
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2015 | 19:06
Dagur 9.
Klukkan fimm í morgun fóru ónæmisbælandi lyf að streyma í gegnum æðarnar og lak það í átta tíma, fékk aftur sama skammt kl. fimm. Í framhaldinu fékk ég svo stera og kanínuna og klárast þetta ekki fyrr en eftir sjö klukkutíma héðan í frá. Alveg makalaust að skrokkurinn skuli þola allt þetta. Ég var því alveg föst í herberginu mínu í dag enda föst við slöngur. Gerði samviskusamlega æfingarnar mínar og hjólaði tvo kílómetra á hjólinu svo ég reyndi að gera eitthvað.
Allt gengur eins og við er að búast og reiknað er með að ég fari í einangrun á morgun eða hinn. Stóri dagurinn er á morgun því þá fæ ég þýska stálið inn í mig og nýju frumurnar fara strax að vinna að uppbyggingu. Þær flýta sér sem mest þær mega inn í merginn og raða sér þar upp og þjóðverjarnir kunna sko til verka. Eitthvað gæti verið eftir að mínum hvítum blóðkornum ennþá en það eru einhverjar eftirlegukindur sem koma til með að hverfa.
Ég fæ væntanlega sondu á morgun svo ég geti örugglega nærst og tekið pillurnar mínar því stundum verður maður veikur í hálsinum og getur ekki kyngt. Ég ætla ekki að taka sjensinn á því.
Auður systir er þess fullviss að ég verði farinn að tala reiprennandi þýsku annað kvöld og verði næsta Markela Merkel....
Við spyrjum að leikslokum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2015 | 19:44
Dagur 8.
Ekkert nema gott um þennan dag að segja en hann hefur bara gengið í róelgheitunum. Títtnefnd var dáldið þreytt fyrripart dags og og var það alveg í réttu hlutfallið við bekkenið sem loksins fór. Þvagbolli var þá kominn í staðinn en hvað er það á milli vina, þeir ætla svo sannarlega að kreysta úr mér allan vökva sem ég á aflögu.
Einungis gekk ég 1,97km. í dag og þurfti bara að hafa pínulítið fyrir þeim. Það er trúlega betra ekki ekki neitt.
Upp úr miðjum degi hresstist ég öll við þvi og hef bara átt gott eð að taka við kanínunni, Lífsmörk eru stapíl og allt í orden. Það er svo sannarlegia seigt í kerllingunni.
Ég er nú reyndar bara að byrja þrautagönguna eða varla hægt að segja að hún sér byrjuð. Ég er einhversstaðar neðarlega í grænni aflíðandi hæð og á eftir að komast upp á topp. Þrautirnar byrja ekki fyrr en ég verð komin í klettabeltinn og þá verður tilhlökkunarefnið að komast á toppinn og renna sér á rassinum niður.
En fyrir utan allt þetta og síðast en ekki síst þá er ég að horfa á svo hrikalega spennandi glæpaþátt sem ég hafði með mér að heiman á litlum kubb svo þið getið ímyndað ykkur hvort ég hafi tíma fyrir nokkrun skapaðan hlut.
Yfir og út
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2015 | 17:59
Dagur 7.
Vertinn var vakinn upp kl. fimm í morgun en þá var tekin blóðprufa. Títtnefnd lét það nú ekki á sig fá og sofnaði bara aftur. Sterarnir runni í klukkutíma í morgun og krabbameinslyfið Fudura rann svo í klukkutíma til viðbótar. Þá var tekinn göngutúrinn í hádeginu en vegna einskærrar leti nennti ég ekki lengra en ca. 2.5 kílómetra í dag.
Þá fórum við heim á gistiheimili og þar hallaði ég mér í einn tíma og var mætt í kanínuna kl. 13:00 og er ennþá með það lyf í æð ennþá. Ég er búin að sofa mestan part dagsins því ógleðilyfið sem ég fæ fyrir kanínuna er róandi og syfjandi og því hef ég hrotið sem hofstungur meira og minna í dag.
Þannig gengur nú lífið þessa dagana, afar gott er að hafa facetime og snapchat og fá myndir af fólkinu sínu við og við og geta talað við það beint. Börnin eru á víð og dreif um álfuna, sonurinn að taka tékkið á Airbus í Búlgaríu en hann hyggst fljúga fyrir Wowair í framtíðinni, miðjan að klára lögfræðinámið sitt i Osló og sú yngsta að vinna og sjá um litla snáðann sinn á Íslandi þess á milli sem er fangið fullt. Tengdadóttirin er í HR og nemur viðskiptafræði og hún gætir hins ömmustráksins míns fyrir mig. Allt flott fólk sem ég á og að mér stendur. Það er nú það sem máli skiptir.
Annars þá þýðir ekkert annað en að taka lífinu með þolinmæði um þessar mundir.
Þolinmóðast er þó bekkennið sem bíður enn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 635646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm