9.10.2008 | 00:14
Góð fjárfesting
Vertinn í Víkinni hefur beitt sinni alkunnu útsjónasemi í fjármálum frá því að rekstur hófst í Einarshúsi og sýnt eindæma visku í fjárfestingum. Títtnefnd hefur safnað saman digrum sjóði og pakkað honum saman í stórar umbúðir sem standa óhreyfðar á atvikum stað. Miðað við fréttir undanfarinna daga virðist þessi sjóður hafa skilað hvað mestum arði og ekki haggast í gengishruni undanfarið. Ætla má að stórgróði verði af þessum sparnaði sem geymist í handraðanum og hægt verður að breyta í íslenska krónu ef þurfa þykir. Þarna er auðvitað um að ræða flöskur sem fallið hafa til í rekstrinum og hefur haganlega verið komið fyrir í svörtum ruslapokum. Reikna má með að þessar flöskur skili hagnaði þegar litið verður aftur í tímann eftir nokkur ár og munu án efa standa fyrir sínu í hvívetna þegar á heildina er litið.
Til að hægt verði að bæta við sjóðinn og stækka gjaldeyrisforðann að sama skapi þarf títtnefnd að eiga skotsilfur til að kaupa umbúðirnar áður en þær eru tæmdar og einn mikilvægasti hlekkurinn, svo það geti orðið, er að fá nógu marga viðskiptavini á barinn til að drekka innihaldið í sig á sem skemmstum tíma. Þar kemur samheldni bæjarbúa auðvitað að góðum notum við að halda þessari hringrás við og því er allt lagt í sölurnar til að koma sem flestum í Kjallarann þegar þannig viðrar.
Ýmislegt verður því í boði um helgina sem léttir lundina og bætir geðið og mun verða greint frá því á veraldarvefnum innan tíðar en einnig munu dreifibrét berast í hús í bænum á föstudag.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Athugasemdir
hehehe ég verd ad fara ad koma eina helgi eda svo og hjalpe ther ad byggja upp flöskufjallid
kvedja fra sverige
Pétur Hlíðar Magnússon, 11.10.2008 kl. 17:50
Vertu velkominn hvenær sem er gamli bekkjarbróðir
.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 11.10.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.