Helgin

Það þykir einstaklega viðeigandi að fara yfir það helsta sem í boði er um helgina í Einarshúsi. Í hádeginu á morgun eða kl. 12:15 verður Verslun Bjarna Eiríkssonar með vinnustaðakynningu og fer Stefanía Birgisdóttir yfir sögu fyrirtækisins. Gúllassúpa verður í boði og heimabakað brauð.

Um kl. 22:30 verður Kjallarakeppnin og þar spyrja Jóhanna Bjarnþórs, Jenný og einhver ein önnur sem Vertinn getur bara ekki með nokkru móti munað hver er í augnablikinu. Að aflokinni Kjallarakeppninni fer Birgir Olgeirsson á kostum á stóra sviðinu og leikur og syngur út í nóttina.

Varla þarf að geta stórviðburðarins á laugardagskvöldið þegar Mugison sjálfur stígur á stokk ásamt Bjögga Gísla. Títtnefnd telur það vera einn mesta viðburð í sögu hússins eða hér um bil, því sem næst og margnefnd telur það vera magnað að fá þá tvo til að troða upp. Vænst er húsfyllis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband