Einvalalið á Þorskinum

Þorskurinn lógó þeir sem hafa staðfest þátttöku á "Þorskurinn 2009" eru hljómsveitin Haltur leiðir blindan þar sem Hlynur Snorrason, Jón Bjarni Geirsson og Kristján Karl Júlíussoneru ma. innanborðs auk Guðmundar Ásgeirssonar og Sigurðar bassaleikara. Steingrímur Rúnar Guðmundsson eða Denni mætir, auk ofurkvennadúettsins "Sítt að neðan" en þar leika Ylfa Mist Helgadóttir og Hjördís Þráinsdóttir stórskemmtileg lög við allra hæfi. Guðmundur Hjaltason, Elfar Logi Hannesson, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Arnar Guðmundsson. Einnig stíga á stokk Íris Sveinsdóttir, Hávarður Olgeirsson og Hjörtur Traustason Fjallabróðir. Ekki má svo gleyma Bæjarstjórabandinu þar sem Ólafur Kristjánsson og Elías Jónatansson stilla saman strengi auk Einars Péturssonar sem aðstoðar þá við að flytja sannkallað bæjarstjórarokk.

Vertinn sér reyndar í fljótu bragði að það vantar fleiri konur til að troða upp til að gæta jafnvægis í kynjahlutföllum. Títtnefnd mun endurskoða möskvastærðina fyrir næstu Þorskveiðar ársins 2010 með það að markmiði að gæta jafnræðis í stofnstærð og viðhalda þorskstofni tónelskra og töfrandi tónlistarmanna af báðum kynjum. Ennþá gæti verið pláss fyrir eins og eina söngkonu og nú er lag að gefa sig fram.

Lógó Þorksins er unnið af sérlegum listamönnunum Vertsins í Víkinni þeim Ninu og Smára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband