1.11.2009 | 13:15
Þorskurinn 2009
"Þorskurinn 2009" er tónlistarhátið sem haldin verður í Kjallaranum í Einarshúsi laugardaginn 21. nóvember milli kl. 16:00 og 19:00 í tengslum við Kærleiksdaga sem haldnir verða í bænum. Stefnt er að því að hátíðin verði árviss viðburður í framtíðinni og verið haldin í Garðinum við Einarshúsið á sjómannadagshelgi en meiningin er að hún auki við flóru menningarviðburða í bænum og lífgi upp á tónlistarlífið og mannlífið almennt. Hugsunin er að bjóða sem flestum að taka þátt í Þorskinum og hvetja þá sem eru tónelskir að stíga fram á sjónarsviðið og láta ljós sitt skína. Markmiðið er að hvetja þá sem bera með sér þann draum að koma fram og syngja og spila fyrir almenning tækifæri á að sýna hvað í þeim býr og stíga fyrstu skrefin. Allir hafa þó tækifæri til að stíga á stokk og koma hæfileikum sínum á framfæri en vestfirskir tónlistarmenn verða þó sérstakir heiðursgestir á hátíðinni enda ber hún blæ fólksins við sjóinn.
Þorskurinn hefur frá ómunatíð verið bjargvættur vestfirskra sjávarbyggða sem standa og falla með því að dugmiklir sjómenn fái að renna í hann færi, sér og þjóðinni til lífsviðurværis. Bolungarvík er elsta verstöð landsins og hafa bolvískir sjómenn stundað ægi af kappi frá örófi alda og eru einir dugmestu fiskimenn sem landið hefur af sér alið. Það er því vel við hæfi að halda hátíð sem ber nafn Þorsksins, sem haldið hefur lífi í þorpunum við sjóinn frá örófi alda og minna í leiðinni á mikilvægi þess að róið sé til fiskjar frá Bolungarvík og að menn fái að draga björg í bú.
Fiskvinnslan Jakob Valgeir ehf. hefur ákveðið að taka þátt í þessari tónlistarhátíð þetta árið og gefa hverjum þeim listamanni sem fram kemur eina öskju af þorski að launum, en einn sá heimsins besti þorskur sem bragðast hefur er framleiddur hjá fyrirtækinu.
Fjölmargir hafa þegar tilkynnt þátttöku á "Þorskinn 2009" og eru áhugasamir hvattir til að gefa sig fram hjá Vertinum í Víkinni á netfangið ragna@einarshusid.is
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 635638
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.