27.10.2009 | 00:49
Að baki
Það var eins og Okurbúið hefði lokað fyrir rafmagnið í Ísafjarðardjúpinu í kvöld er lagt var upp í daglega göngutúrinn og það var meira að segja svo að slökkt var á stjörnunum sem alla jafna lýsa upp hafflötin og glitra við geyminn og glansa við Snæfjallaströndina. Kolniðamyrkur blasti við er aldan lagðist að landi og leit með velþóknun á göngugarpana og sönglaði söngva sjómanna sem horfið hafa í hafið fyrir þá sem vildu hlusta. Stigahlíðin var ekki eins aflíðandi upp á við eins og hún var í fyrstunni og varnargarðurinn virtist veita eitthvað skjól á leiðinni og því var leiðin farin skref fyrir skref. Göngustígurinn í Bernódusarlundi var umvafinn greni og furu og snjóhulan á fjallatoppum lýsti ögn í skammdeginu og bogabrúin beið þolinmóð að vanda. Hólskirkjan kallaði títtnefnda upp á hólinn og söng um drottinn og guð þegar á hólminn var komið og þá sást glitra í stjörnu. Augum var gjóað að leiði Péturs Oddssonar og hans fjölskyldu sem hvílir í gamla kirkjugarðinum en Vertinn á eftir að koma því í verk einn góðan veðurdag að laga leiðið eitthvað til svo það geti orði til sóma. Hlaupið var við fót niður hólinn og þar beið annar garður, kirkjugarður með vinum og vandamönnum sem farin eru á vit nýrra ævintýra. Á ný sóttu göngugarparnir niður að sjónum sem hefur varðveitt Víkina í öll þessi ár. Nýr vegur innan úr Óshlíð lá makindalega í fjöruborðinu og nýr og glæsilegur bátur við bryggju. Ef þessi bær á ekki framtíðina fyrir sér þá veit ég ekki hvað.
Dagurinn bar þó með sér skipulaginu Kærleiksdaga sem er einkar skemmtilegt viðfangsefni. Þar kemur samstaða Bolvíkinga berlega í ljós því allir vilja leggja sitt af mörkum til að vel geti tekist til. Draumurinn um að halda tónlistarhátíð mun rætast á Kærleiksdögum en 20 listamenn fá að koma fram í þessu fyrsta kasti "Þorksins 2009". Áhugasamir geta haft samband en allt útlit er fyrir það að bekkurinn sé að fyllast og trúlega komast færri að en vilja sem er einkar áhugavert. Þessi hátíð er hugsuð sem vettvangur fyrir alla sem vilja koma sér á framfæri og langar að syngja og spila. Verið er að hanna lógó hátíðarinnar og eru listamennirnir Nína og Smári að leggja lokahönd á verkið. Þau eru snillingar að koma hugsungum margnefndrar á blað í skemmtilegt form.
Aðeins var gripið í prjónana í dag og nokkrir garðar slegnir milli þess sem unga stúlkan gekk hljóðlega um með sína flensu sem ætla má að sé svínapestin ógurlega. Einarshúsið var heimsótt og farið yfir viðburði helgarinnar. Það var fjör á laugardagskvöldið og Vertinn og unga konan kíktu út á lífið og stigu dans. Hrólfur Einarsson fékk verðlaunin í spilavistinni og fékk að launum gjafabréf hjá Volare en Guðlaug vinnuhjú í Einarshúsi selur guðdómlegt krem sem sléttir úr hrukkum og gerir karla sem konur frískari en nokkurntímann áður. Svokallað " klobbakrem" virðist nokkuð vinsælt í þessari línu snyrtivara en það er borið á viðkvæm svæði sem ekki þola krem sem ætlað er á síður viðkvæm svæði líkamans. Lesendur eru hvattir til að mæta á fimmtudagskvöldið í Einarshúsið og kynna sér kosti kremsins því kynning verður á Volare snyrtivörum þá um kvöldið og gestir leiddir í undur og stórmerki Volare snyrtivara í eitt skipti fyrir öll.
Bloggið lokar svo hringnum enda komin hánótt og fjölmörgu komið í verk og fjórir kílómetrar að baki. Nýr dagur bíður með fjölmörg spennandi verkefni.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 635638
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.