Fjólublá fjöll við hafið

Lyngið var fjólublátt í hlíðum Ísafjarðardjúps í dag og var því í hámóð í haustlitunum og fór tískuliturinn afar vel við sægræna dröfnina og bláan himinninn. Rollurnar voru þó enn á beit á víð og dreif í djúpinu og hámuðu í sig þarann af áfergju. Þarinn gefur án efa eitt besta bragð sem finna má af íslensku lambakjöti í bland við lyngið og græna grasið sem sprettur hér vestra og er ein besta afurð sem um getur. Selurinn undi sér vel á steininum og sló sporðinum þolinmóður á hafflötinn og horfði á öldurnar bylgjast og fuglinn fylgdist með úr fjarlægð og stundin var áhyggjulaus. Fiskurinn beið við botninn og undraðist að engin skyldi vera búin að veiða hann og stilla honum snyrtilega á diskinn og auðlindin var spök. Fjöllin voru vel vakandi og fylgdust grannt með ferðalöngum sem óku inn í dýrð Vestfjarða og reyndu ítrekað að vekja athygli á því sem fyrir augu bar þar sem lífsviðurværið var undir, yfir og allt um kring.  Ætíð er gott að koma heim eftir borgarferðir og finna nálægðina við fjöllin og hafið og anda að sér heilnæma lofti sjávarþorpsins sem ilmar svo ljúft milli fjalls og fjöru.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband