15.10.2009 | 01:10
Múrinn fallinn
Berlínarmúrinn var reistur árið 1961 til að skilja austrið frá vestrinu og hélt hann fólki í ánauð allt fram til ársins 1989. Það er í raun ótrúlegt hve stutt er síðan hann féll og fólkið fékk frelsi og mikil gleði hlýtur að hafa ríkt í landinu þegar hann varð barn síns tíma. Víða er þó ástandið aumt austan megin enn þann dag í dag og margir búa við lakan kost og í slöku íbúðarhúsnæði.
Engir vopnaðir verðir ógnuðu títtnefndri við múrinn enda er hann kominn af fótum fram og er einungis ætlaður til að minna á ógnartíma þá er ríktu í denn. Upplagt þótti að stilla sér upp við múrinn til myndatöku til að sýna verksummerki nútímans
Mikill gleðidagur ríkti vestra í dag er annar múr féll, en vegurinn um Arnkötludal var vígður. Þá loksins 20 árum eftir að Berlínarmúrinn var felldur geta íbúar í höfuðstað Vestfjarða ekið á bundnu slitlagi alla leið frá Bolungarvík til Reykjavíkur og svo öfugt. Það telst íbúum á höfuðborgarsvæðinu til tekna hvað leiðin í Einarshúsið styttist við tiltækið og verður þeim tekið fagnandi þegar þeir mæta. Á myndinni gefur að líta gamla leikfimiskennarann og tengdason Bolungarvíkur sem jafnframt er samgönguráðherra við minnisvarða um bundið slitlag alla leið ásamt fyrrum samgönguráðherra.
Enga vopnaða verði þurfti við athöfnina enda hafa Íslendingar ætíð getað lagt vegi án vandræða og ekkert landamæraeftirlit var viðhaft enda er það óþarfi á fjallvegi sem þessum. Vegleg veisla var í boði í Félagsheimilinu á Hólmavík eftir formlega opnun og þar var öllum helstu fyrirmönnum þjóðarinnar boðið til veislu eins og sér á mynd Jóns Jónssonar menningarfulltrúa.
Verst er þó að heyra tómahljóðið í sjóðum þeim sem eiga að nýtast til vegamála næstu ára því Vestfirðingar eiga töluvert í land til að geta keyrt um á mannsæmandi vegum um fjórðunginn og marga múra á eftir að fella þar til það takmark næst að bundið slitlag verði lagt á hvern vegarspotta sem máli skiptir
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Athugasemdir
Við erum auðvitað flest feginn því að þessi múr sé fallinn. Það er ótrúlegt að þeir sem aðhyltust stefnu stjórnvalda í Sovétríkjunum á sínum tíma og voru meðlimir í systurflokkum þeirra á Íslandi, skuli aldrei hafa þurft að útskýra fyrir íslensku þjóðinni hvernig þeim gat skjátlast svo mjög og beðið hana um leið afsökunar á því að hafa breitt út þessa óþverra stjórnmálastefnu sem kommúnisminn er.
Áætlað hefur verið að kommúnisminn hafi dregið til dauða um það bil 85-100 milljónir manna. Ef það var ekki með ríkisskipulögðum hungursneiðum þá var það með rekstri dauðabúða t.d. í Gulaginu.
Hvenær hefðu Íslendingar sent mann með sambærilega fortíð gagnvart t.d. nasistum í Þýskalandi, sem formann í samninganefnd vegna stærsta deilumáls og milliríkjadeilu nútímans?
Af hverju þarf ekki að gera siðferðilega hreint fyrir þessum dýrum, þ.e. gagnvart fórnarlömbum helfarar kommúnismans rétt eins og fórnarlömbum útrýmingarherferðar nasista?
Íslenskir vinstri menn hafa (að mér vitandi) ekki lært af sögunni og hafa flestir ekki svarað þessum spurningum hreinskilningslega.
Helgi Kr. Sigmundsson, 16.10.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.