Berlín

Enn grípur Vertinn niður í sögu Berlínarferðar. Það þarf svosem engan að undra að hjartsláttur borgarinnar hafi slegið ögn örar er viðlíka Vert og vestan og hér um ræðir kæmi í heimsókn með friði og spekt.

Vertinn í Berlín

Ekki var annað að sjá en að títtnefnd tæki sig vel út í garðinum þar sem áin bylgjast svo blíðlega um borgina. Aldrei var þó sorgarsagan langt undan sem varðveist hefur í árafjöld og bjó í hverju stræti, hverjum krók og hverjum kima.

Minnismerki gyðinga

Minnismerki um gyðingana stóð í austuhlutanum en í garðinum á bak við var grafreitur þeirra, sem nasistar jöfnuðu við jörðu og eyðilögðu.

Minnismerki gyðinga í götu

Sumstaðar voru minningar um gyðinga greiptir á plötur sem áttu sér stað á götunum við hlið fallinna laufa. Þarna mátti sjá nöfn fólks sem endaði lífdaga sína í útrýmingabúðum nasista.

Eirík Sördal

fararstjórinn var framúrskarandi en þarna stendur Eirík í elsta hluta Berlínarborgar og fræddi gesti um söguna.

Vertinn við styttur

Vertinn vílaði það þó ekki fyrir sér að stilla sér upp milli fóta fallinna kommúnista til að hægt væri að festa augnablikið á filmu

Helförin

Smá skandall skók þó borgina eitt augnablik er Vertinn í Víkinni fór að hoppa á minnismerki um Helförina. Það þótti alls ekki viðeigandi sem það auðvitað er ekki. 2700 kassar tilheyra þessum stóra minnisvarða sem stendur á einum dýrasta stað Berlínarborgar. Sumar túlka kassana sem raðir lesta sem fóru með fólk í útrýmingabúðirnar, aðrir sem stíga þrautagöngu gyðinga og þeirra sem ekki þótti Hitler þóknanlegir. Hver getur þó túlkað minnismerkið eins og hann vill.

Helförin 2

Konan þarna til hægri á myndinni er fótósjoppuð

helförin 3

Andartakið var þrungið álögum fyrri ára og ógnvekjandi að gera sér í hugarlund hvernig ástandið var á tímum stríðs og hörmunga í þessu landi

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband