Ferðasaga

Vertinn við olympíleikvanginnTrúlega má telja það tilhlýðilegt að segja ferðasöguna til Berlínar en Vertinn brá sér þangað fyrir stuttu. Skemmst er frá því að segja að Berlínarborg hefur gríðarlega sögu sorgar og gleði líkt og hús harma og hamingju í Bolungarvík. Oftar en ekki leitaði hugurinn heim þegar saga eyðileggingar ófriðaráranna ómaði um strætin þar sem eitt sinn stóðu reisuleg hús og byggingar sem sprengd höfðu verið í tætlur. Húsin í Bolungarvík voru reyndar ekki sprengd heldur rifinn af mikilli áfergju til að ríma fyrir steinsteypuhöllum nútímans og sálin þar með rifin á bak og burt, svo glöggt má sjá að það er kannski ekki svo ýkja langt á milli Bolungarvíkur og Berlín í sögulegu samhengi. Þau h´su sem eftir stóðu voru oftar en ekki sundurskotin og mynntu því óþreyfanlega á liðna sorgartíma. Það sem gerði ferðina einstaklega eftirminnilega var frábæri fararstjórinn okkar sem fræddi okkur á einstaklega skemmtilegan hátt um sögu borgarinnar og það markverðasta sem hún hefur upp á að bjóða. Á myndinni standa títtnefnd og hennar ektamaki við ólympíuleikvanginn en þar voru leikarnir haldnir árið 1936. Nasistar voru þá búnir að hertaka borgina en ákváðu að halda veglega ólympíuleika í og með til að nýta í áróðursskyni en löngu var búið að ákveða hvar leikarnir yrðu haldnir áður en Hitler lagði borgina undir sig. Frægt er að hinn þeldökki Owens fékk gullverðlaun á leikunum og fékk að launum létt "vink" frá Hitler í fjarlægð. Vertinn sýndi þó engin sérstök tilþrif á leikvanginum enda ekki í formi til slíks þó auðvitað þurfi varla að geta hreystileika margnefndrar í rituðu máli né mæltu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband