11.10.2009 | 05:47
Alveg eins og er
Það verður að segjast alveg eins og er að ekki er hægt að kvarta yfir neinu þegar kemur að því að gera upp kvöldið og nóttina sem nú ræður ríkjum. Framúrskarandi skemmtun var í boði í húsi harma og hamingju og lífið leik við gesti hússins í hvívetna. Ylfa Mist og hennar skyldulið sló í gegn svo um munaði og Vertinn ætlar svo sannarlega að vona það að þessi uppákoma hennar verði endurtekin fljótlega aftur. Húsfyllir var í fínu stofunni og allir komust vel fyrir þó hvert rými væri tekið og ómurinn bergmálaði um panelklædda veggi hússins sem kunni að meta uppátækið. Ljóti hálfvitinn var snoppufríður með eindæmum og Margrét og Hjördís skömmuðu sko alls ekki upp á er þær tónuðu með Ylfu. Þessir tónleikar fara svo sannarlega í topp þeirra kvölda sem hafa toppað öll kvöld hingað til sem verið hafa á toppnum..eða þannig.
Eftir tónleikanna færðist fjörið niður í Kjallarann sem tók öllum fagnandi og Guðrún Snæbjörg og Jón Sigurðsson smellpössuðu við stóra sviðið eins og þau hefur verið fædd þar og uppalin líkt og sjá má á myndinni hér neðar
Þau kunnu réttu lögin sem fólkið kunni
blúsarinn blés ekki heldur úr nös er hann tók í gítarinn en Arnar á kannski eftir að taka lagið aftur við tækifæri en hann dvelur nú hér vestra um þessar mundir
þessi söng um fjöllin og hafið
þessi spáði í mig að hætti Megasar
Lýður gaf syngjandi résept
Grímur vildi syngja sig inn í hjörtu heimamanna á ný
og Jónselli kraup við altarið og bað guð að hjálpa sér.
Það sem toppaði þó auðvitað kvöldið voru sýnishornatónleikar heima í eldhúsi fyrr um kvöldið þar sem dóttirin sló taktinn á litla gítarinn sinn sem nefnist "ugulele" og spilaði og söng meðan húsbóndinn trommaði undir. Lagt hefur verið blátt bann við því að birta myndir af því tilefni og því fá lesendur einungis að gera sér það í hugarlund hvernig það hefur ómað.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.