Nótt

Framtíðin brosir út undir eyru enda bíður borgin Berlín óþreyjufull eftir að fá títtnefnda í heimsókn. Tilhlökkunin er beggja megin hafs því Vertinum hlakkar óskaplega til að skipta ögn um umhverfi og sjá eitthvað nýtt og framandi. Brottför er á föstudag frá Keflavíkurflugvelli og þá verður Íslands farsældar frón kvatt með kurt og pí. Vonir standa þó til að landið sökkvi ekki í sæ rétt á meðan og haldi sjó líkt og undanfarin árþúsund og stjórnvöld selji það ekki hæstbjóðanda á meðan dvalið er á erlendri grund.  

Það er svosem ekkert nýtt að téður Vert sé á faraldsfæti út um hvippinn og hvappinn þó það hafi nú dregið úr endalausum heimsóknum um landið þvert og endilangt undanfarið. Væntanlega hefur það komið á daginn að heima sé best þrátt fyrir allt og grasið ívið grænna í túninu heima en víðast hvar annarsstaðar og því lag að vera heima í faðmi fjallana hér vestra í öryggi og skjóli. Þó er alltaf nauðsynlegt að lyfta sér upp annað slagið og finna ilminn úr náttúrunni handan hólsins þó þar skíni sama sólin á réttláta sem rangláta.

Sama sólin virtist þó ekki skína á landsbyggðina til jafns við höfuðborgarbúa þegar þenslan skók suðvestuhornið fyrir hrun. Þá máttu íbúar fjarri glaum og glys borgarinnar fylgjast með ævintýrinu í fjarlægð og bara horfa á, en ekki snerta. Á meðan stofnanir hjá hinu opinbera þöndust út og störf margföldust syðra sat landsbyggðin hjá. Nú þegar herðir á og skuldadagar renna upp skulu aftur á móti allir taka taka skellinn og þá er ekki nóg fyrir landsbyggðina að horfa á í fjarlægð, nú skal hún fá að snerta og taka þátt í niðurskurðinum. Litlu vaxarsprotarnir sem fengu að spretta í frjósömum jarðvegi úti á landi og þurfti að berjast svo mikið fyrir að fá eru í hættu vegna þess flata niðurskurðar sem virðist vera lausn á öllum vanda. Þetta er óréttlátt, það verður bara að segjst alveg eins og er.

Sólin mun þó halda áfram að skína og kólguskí koma og fara. Ólgand dröfn heldur áfram að kasta hvítflyssandi öldum upp í fjöruna og lífið telur í taktinn. Rjómablíðan í bland við logn verður vonandi uppistaðan í veðurfarinu hér vestra og Vertinn á sínum bás að vanda, þó ekki um helgina því kanslarinn kallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband