Töfrandi Túpílakar

Pollurinn var spegilsléttur og ljósin í bænum spegluðust töfrandi á haffletinum er Vertinn gæddi sér á guðdómlegum veigum á Hótelinu í boði SÍBS í gærkvöld. Þriggja rétta máltíð bragðaðist afar vel og allt var eins og blómstrið eina og félagsskapurinn einkar geðfelldur. Títtnefnd er búin að vera umboðsmaður í á annan áratug og afgreitt nokkrar vinningana í plássið sem oftast hafa komið sér vel og farið á góðan stað.

Túpílakar eru líka Ljótir hálfvitarÞó þurfti að hafa í huga að eyða ekki of miklum tíma í kvöldverðinn því Túpílakarnir biðu handan hornsins og höfðu komið sér haganlega fyrir á stóra sviðinu og biðu þess sem verða vildi.  Skemmst er frá því að segja að tónleikar Túpílakanna voru stórkostlega skemmtilegir og húsfyllir var í Kjallaranum eða því sem næst og stemningin magnþrunginn. Lögin og textarnir voru alveg frábærir og þau bókstaflega fóru á kostum. Túpílakar urðu ástfangin af Kjallaranum líkt og fleiri og munu án efa koma aftur og aftur og aftur eins og allir hinir sem mátað sig hafa við stóra sviðið og kunnað því vel. Gaman er að geta þess að gestir komu sjóleiðina frá Æðey til að njóta tónleikanna og lögðu því bátnum við Lækjarbryggjuna og höfðu því besta stæðið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband