Forréttindi

Vertinn reynir nú sem best hún má að stunda alhliða hreyfingu nær daglega og arkar hringinn með húsbóndanum og hundinum. Göngustígur í Tungudal fær þeirrar gleði aðnjótandi að hýsa fótatak títtnefndrar og bylgjast blíðlega undir fótum þeirrar sem þetta ritar. Furan og annar trjágróður flautar marsinn undir göngunni og þýður vindurinn blæs grasinu til svo göngutúrinn verði fullkominn. Fjöllin vaka svo rétt á meðan og rökkrið heldur sér til hlés svo dimman verði ekki allsráðandi en téður Vert er einstaklega náttblind og þyrfti oftar en ekki að hafa blindrastaf við höndina á dimmum síðkvöldum. Leiðin er einstaklega skemmtileg yfirferðar og ætíð fyllist margnefnd þakklæti fyrir að geta einungis gengið örfá skref út úr byggðinni til að komast í aðra eins perlu og gönguleiðina úr Bernódusarlundi. Bogabrú hefur haganlega verið fyrirkomið neðst í dalnum sem leiðir frækna göngugarpa beggja megin við bakka Hólsár og hundurinn syndir í ánni er gengið er yfir. Gönguleiðin liggur svo niður Hólinn í afar fallegu umhverfi upp á veginn sem liggur að Hólskirkju og þaðan beint niður að kirkjugarðinum þar sem afar og ömmur hvíla í sátt við guð og menn. Höfnin með öllum bátunum er svo heimsótt á heimleiðinni og oftar en ekki er hafflöturinn spegilsléttur og bátarnir vagga í takt. Það eru forréttindi að geta fetað slíkan slóða á lífsins leið og gott að eiga hann traustan og tryggan í heimabyggðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 635771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband